Burknagata opnuð fyrir umferð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2019 23:00 Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Vísir Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sinnum hefur verið sprengt vegna þeirra. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar byggingar. Í meira en ár hefur verið unnin jarðvegsvinna fyrir stærstu bygginguna það er nýjan meðferðarkjarna en bæði hefur verið grafið og sprengt. Misjafnlega mikið er sprengt í hvert sinn en stundum er nokkuð tilkomumikið að fylgjast með þegar sprengt er líkt og sjá má á myndbandi sem starfsmaður verkefnisins, Guðjón Magnússon, tók um miðjan október.„Það er búið að sprengja eitthvað í kringum þúsund sprengingar,ׅ“ segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins. Gömlu Hringbrautinni var lokað þegar framkvæmdir hófust en á morgun verður hluti hennar opnaður fyrir umferð aftur. „Þetta er gamla Hringbrautin opnuð með nýju nafni Burknagata og þetta verður megingatan hér í gegnum þetta svæði og fer hér í áttina að Umferðarmiðstöðinni. Gaman að segja frá því líka að þetta er sex akreina gata og tvær akreinar verða í algjörri biðstöðu en það eru fyrstu akreinar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir Borgarlínu og þær munu bíða eftir því að Borgarlínan verði að veruleika og síðan tengist hér gatan áfram,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að framkvæmdum miði vel er enn mikið eftir. „Eins og það er í fjármálaáætlun þá er horft á það að þessu verki fullljúki, ekki bara meðferðarkjarnanum, heldur líka næsta húsi sem er rannsóknarhúsið og svo bílastæða, tækni- og skrifstofuhús að þessu ljúki öllu 2025,“ segir Gunnar. Landspítalinn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sinnum hefur verið sprengt vegna þeirra. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar byggingar. Í meira en ár hefur verið unnin jarðvegsvinna fyrir stærstu bygginguna það er nýjan meðferðarkjarna en bæði hefur verið grafið og sprengt. Misjafnlega mikið er sprengt í hvert sinn en stundum er nokkuð tilkomumikið að fylgjast með þegar sprengt er líkt og sjá má á myndbandi sem starfsmaður verkefnisins, Guðjón Magnússon, tók um miðjan október.„Það er búið að sprengja eitthvað í kringum þúsund sprengingar,ׅ“ segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins. Gömlu Hringbrautinni var lokað þegar framkvæmdir hófust en á morgun verður hluti hennar opnaður fyrir umferð aftur. „Þetta er gamla Hringbrautin opnuð með nýju nafni Burknagata og þetta verður megingatan hér í gegnum þetta svæði og fer hér í áttina að Umferðarmiðstöðinni. Gaman að segja frá því líka að þetta er sex akreina gata og tvær akreinar verða í algjörri biðstöðu en það eru fyrstu akreinar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir Borgarlínu og þær munu bíða eftir því að Borgarlínan verði að veruleika og síðan tengist hér gatan áfram,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að framkvæmdum miði vel er enn mikið eftir. „Eins og það er í fjármálaáætlun þá er horft á það að þessu verki fullljúki, ekki bara meðferðarkjarnanum, heldur líka næsta húsi sem er rannsóknarhúsið og svo bílastæða, tækni- og skrifstofuhús að þessu ljúki öllu 2025,“ segir Gunnar.
Landspítalinn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira