Skipun þverpólitískra þingmannanefnda ekki alltaf æskileg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 21:00 Umboðsmaður Alþingis kom á fund þriggja þingnefnda í morgun. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir. Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir.
Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira