Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 18:30 Efnt var til mótmæla við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar óléttu albönsku konunnar. Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. „Dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar hafa lýst því yfir að öllum reglum hafi verið framfylgt. Og ef þetta eru reglurnar sem við erum að framfylgja að þá þarf bara að breyta þeim," segir Salka Gullbrá Þórarinsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna, fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Óléttar konur, fólk með börn og fleiri söfnuðust saman fyrir utan ráðuneytið í dag til að mótmæla framgöngu stjórnvalda í máli óléttu albönsku konunnar sem vísað var úr landi aðfaranótt þriðjudags. Mótmælendur skildu eftir kröfubréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Konan var gengin um 36 vikur á leið og hafði fengið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út annað svokallað „Fit to fly" vottorð sem hefur verið umdeilt. Konan var lögð inn á spítala eftir komuna til Albaníu með samdrætti sem gengu síðan niður. „Í augnablikinu held ég að hún sé ekki á spítala heldur bara að flakka á milli vina og vandamanna til að koma sér undan þeirri hættu sem blasti við þeim áður en þau komu hingað," segir Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá samtökunum No borders. Mynd sem No Borders Iceland birtu af albönsku konunni þegar hún var hjá lækni í mæðravernd á Íslandi.Mynd/No borders icelandSamtökin Réttur barna á flótta hyggjast höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna meintra vegna mannréttindabrota sem þau telja að framin hafi verið á konunni. Lögmannsstofan Réttur hefur tekið að sér málið og ætla samtökin af stað með söfnun fyrir þrjú hundruð þúsund króna málskostnaði. Vinnist málið renna bætur til fjölskyldunnar. Kærunni er beint að þremur stofnunum. „Það eru ríkislögreglustjóri sem á að kæra, en hann sér um allar brottvísanir sem eru framkvæmdar. Útlendingastofnun fyrir brot á reglum og einnig á að kæra lækninn eða heilsugæsluna fyrir að gefa út þetta vottorð, sem á eftir að koma í ljós hvernig var eiginlega búið til. Þar sem læknirinn hafði aldrei hitt einstaklinginn," segir Elínborg Harpa.Samtökin Réttur barna á flótta halda utan um söfnun fyrir málskostnaði. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum er bent á reikning samtakanna:Bankanúmer: 545-26-8014 Kennitala: 690719-0370 Hælisleitendur Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. „Dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar hafa lýst því yfir að öllum reglum hafi verið framfylgt. Og ef þetta eru reglurnar sem við erum að framfylgja að þá þarf bara að breyta þeim," segir Salka Gullbrá Þórarinsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna, fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Óléttar konur, fólk með börn og fleiri söfnuðust saman fyrir utan ráðuneytið í dag til að mótmæla framgöngu stjórnvalda í máli óléttu albönsku konunnar sem vísað var úr landi aðfaranótt þriðjudags. Mótmælendur skildu eftir kröfubréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Konan var gengin um 36 vikur á leið og hafði fengið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út annað svokallað „Fit to fly" vottorð sem hefur verið umdeilt. Konan var lögð inn á spítala eftir komuna til Albaníu með samdrætti sem gengu síðan niður. „Í augnablikinu held ég að hún sé ekki á spítala heldur bara að flakka á milli vina og vandamanna til að koma sér undan þeirri hættu sem blasti við þeim áður en þau komu hingað," segir Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá samtökunum No borders. Mynd sem No Borders Iceland birtu af albönsku konunni þegar hún var hjá lækni í mæðravernd á Íslandi.Mynd/No borders icelandSamtökin Réttur barna á flótta hyggjast höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna meintra vegna mannréttindabrota sem þau telja að framin hafi verið á konunni. Lögmannsstofan Réttur hefur tekið að sér málið og ætla samtökin af stað með söfnun fyrir þrjú hundruð þúsund króna málskostnaði. Vinnist málið renna bætur til fjölskyldunnar. Kærunni er beint að þremur stofnunum. „Það eru ríkislögreglustjóri sem á að kæra, en hann sér um allar brottvísanir sem eru framkvæmdar. Útlendingastofnun fyrir brot á reglum og einnig á að kæra lækninn eða heilsugæsluna fyrir að gefa út þetta vottorð, sem á eftir að koma í ljós hvernig var eiginlega búið til. Þar sem læknirinn hafði aldrei hitt einstaklinginn," segir Elínborg Harpa.Samtökin Réttur barna á flótta halda utan um söfnun fyrir málskostnaði. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum er bent á reikning samtakanna:Bankanúmer: 545-26-8014 Kennitala: 690719-0370
Hælisleitendur Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira