Sportpakkinn: Inter fær enn eitt tækifærið til að komast á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2019 19:00 Romelu Lukaku og Lautaro Martínez hafa skorað samtals 14 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty Níu leikir fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Þegar ellefu umferðir eru búnar er Juventus í 1. sæti með 29 stig, stigi meira en Inter. Mílanó-liðið mætir Verona á morgun en Juventus fær AC Milan í heimsókn í síðasta leik 12. umferðarnnar á sunnudagskvöld. Knattspyrnustjóri Inter, Antonio Conte, varð sótillur við leikmenn sína eftir tapið gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Inter komst í 2-0 í leik liðanna í Þýskalandi en Dortmund skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og vann, 3-2. Tapið gæti þýtt að Inter komist ekki í útsláttarkeppnina. Liðið er fjórum stigum á eftir Barcelona og þremur á eftir Dortmund þegar tvær umferðir eru eftir. Inter sækir neðsta liðið Slavia Prag heim í 5. umferðinni og keppir við Barcelona í Mílanó í lokaumferðinni. Ef Inter og Dortmund verða jöfn að stigum eru Ítalirnir í betri stöðu þar sem fyrri leiknum í Mílano lauk með 2-0. Conte skammar einnig forráðamenn Inter fyrir að vera ekki með nógu samkeppnishæft lið, nokkuð sem hann gerði líka þegar hann var stjóri Juventus og Chelsea. Matteo Politano meiddist illa og því þarf Conte að treysta á hinn 17 ára Sebastiano Esposito sem spilar með Lautaro Martínez og Romelu Lukaku í framlínunni. Alexis Sánchez verður ekki meira með á þessu ári og Roberto Gagliardini, Kwadwo Asamoah og Danilo D’Ambrosio hafa glímt við meiðsli. Nýliðarnir í Verona hafa komið á óvart í haust. Verona varð í 5. sæti í Serie B á síðustu leiktíð en komst í deild þeirra bestu eftir umspil og situr í 9. sæti eftir ellefu umferðir. Verona státar af sterkum varnarleik, aðeins fengið á sig níu mörk líkt og Juventus, fæst mörk allra liða í deildinni. Það gengur ekki jafnvel að skora. Varnarmaðurinn Miguel Veloso og miðjumaðurinn Matteo Pessina eru markahæstir, hafa báðir skorað tvö af níu mörkum liðsins. Ef Inter skorar á morgun verður það í fyrsta sinn í 22 ár að liðið skorar í tólf fyrstu leikjunum, það gerðist síðast leiktíðina 1997-98 þegar liðið var undir stjórin Gigi Simoni. Leikur Inter og Verona byrjar klukkan 16:000 á morgun og hann er sýndur á Stöð 2 Sport 3. Napoli er ellefu stigum á eftir Juventus í 7. sæti. Uppskeran í síðustu þremur leikjum er aðeins tvö stig, jafntefli gegn Spal úti og Atalanta heima og um síðustu helgi tapaði liðið fyrir Roma, 2-1. Leikmenn Napoli eiga í deilum við forseta félagsins, Aurelio De Laurentis. Knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti hefur verið spar á viðtöl og einhverjir fjölmiðlar segja að hann muni annað hvort segja af sér eða verða rekinn. Genoa er aðeins með átta stig og rak knattspyrnustjórann, Aurelio Andreazzoli, í síðasta mánuði. Thiago Motta tók við liðinu og undir hans stjórn vann Genoa Brescia, 3-1, en hefur tapað tveimur síðustu leikjum. Fílbeinsstrendingurinn Christian Kouame hefur verið drjúgur á leiktíðinni, skorað fimm mörk og lagt upp þrjú. Napoli hafði áhuga á að kaupa hann í sumar. Leikur Napoli og Genoa byrjar klukkan 19:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Það hefur lítið gengið hjá AC Milan í haust. Liðið er í 12. sæti með 13 stig, 16 stigum á eftir Juventus. Þau mætast í síðasta leik 12. umferðar á Allianz vellinum en þar hefur AC Milan tapað öllum átta deildarleikjunum síðan Juventus flutti þangað 2011. Seigla Juventus skilaði liðinu sigri í Meistaradeildinni gegn Lokomotiv í Moskvu þegar varamaðurinn Douglas Costa skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Juve þótti ekki sannfærandi en markið tryggði sæti í 16-liða úrslitum. Leikur Juventus og AC Milan hefst klukkan 19:45 á sunnudag og sjá má hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Klippa: Sportpakkinn: Inter getur komist á toppinn Ítalski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Níu leikir fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Þegar ellefu umferðir eru búnar er Juventus í 1. sæti með 29 stig, stigi meira en Inter. Mílanó-liðið mætir Verona á morgun en Juventus fær AC Milan í heimsókn í síðasta leik 12. umferðarnnar á sunnudagskvöld. Knattspyrnustjóri Inter, Antonio Conte, varð sótillur við leikmenn sína eftir tapið gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Inter komst í 2-0 í leik liðanna í Þýskalandi en Dortmund skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og vann, 3-2. Tapið gæti þýtt að Inter komist ekki í útsláttarkeppnina. Liðið er fjórum stigum á eftir Barcelona og þremur á eftir Dortmund þegar tvær umferðir eru eftir. Inter sækir neðsta liðið Slavia Prag heim í 5. umferðinni og keppir við Barcelona í Mílanó í lokaumferðinni. Ef Inter og Dortmund verða jöfn að stigum eru Ítalirnir í betri stöðu þar sem fyrri leiknum í Mílano lauk með 2-0. Conte skammar einnig forráðamenn Inter fyrir að vera ekki með nógu samkeppnishæft lið, nokkuð sem hann gerði líka þegar hann var stjóri Juventus og Chelsea. Matteo Politano meiddist illa og því þarf Conte að treysta á hinn 17 ára Sebastiano Esposito sem spilar með Lautaro Martínez og Romelu Lukaku í framlínunni. Alexis Sánchez verður ekki meira með á þessu ári og Roberto Gagliardini, Kwadwo Asamoah og Danilo D’Ambrosio hafa glímt við meiðsli. Nýliðarnir í Verona hafa komið á óvart í haust. Verona varð í 5. sæti í Serie B á síðustu leiktíð en komst í deild þeirra bestu eftir umspil og situr í 9. sæti eftir ellefu umferðir. Verona státar af sterkum varnarleik, aðeins fengið á sig níu mörk líkt og Juventus, fæst mörk allra liða í deildinni. Það gengur ekki jafnvel að skora. Varnarmaðurinn Miguel Veloso og miðjumaðurinn Matteo Pessina eru markahæstir, hafa báðir skorað tvö af níu mörkum liðsins. Ef Inter skorar á morgun verður það í fyrsta sinn í 22 ár að liðið skorar í tólf fyrstu leikjunum, það gerðist síðast leiktíðina 1997-98 þegar liðið var undir stjórin Gigi Simoni. Leikur Inter og Verona byrjar klukkan 16:000 á morgun og hann er sýndur á Stöð 2 Sport 3. Napoli er ellefu stigum á eftir Juventus í 7. sæti. Uppskeran í síðustu þremur leikjum er aðeins tvö stig, jafntefli gegn Spal úti og Atalanta heima og um síðustu helgi tapaði liðið fyrir Roma, 2-1. Leikmenn Napoli eiga í deilum við forseta félagsins, Aurelio De Laurentis. Knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti hefur verið spar á viðtöl og einhverjir fjölmiðlar segja að hann muni annað hvort segja af sér eða verða rekinn. Genoa er aðeins með átta stig og rak knattspyrnustjórann, Aurelio Andreazzoli, í síðasta mánuði. Thiago Motta tók við liðinu og undir hans stjórn vann Genoa Brescia, 3-1, en hefur tapað tveimur síðustu leikjum. Fílbeinsstrendingurinn Christian Kouame hefur verið drjúgur á leiktíðinni, skorað fimm mörk og lagt upp þrjú. Napoli hafði áhuga á að kaupa hann í sumar. Leikur Napoli og Genoa byrjar klukkan 19:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Það hefur lítið gengið hjá AC Milan í haust. Liðið er í 12. sæti með 13 stig, 16 stigum á eftir Juventus. Þau mætast í síðasta leik 12. umferðar á Allianz vellinum en þar hefur AC Milan tapað öllum átta deildarleikjunum síðan Juventus flutti þangað 2011. Seigla Juventus skilaði liðinu sigri í Meistaradeildinni gegn Lokomotiv í Moskvu þegar varamaðurinn Douglas Costa skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Juve þótti ekki sannfærandi en markið tryggði sæti í 16-liða úrslitum. Leikur Juventus og AC Milan hefst klukkan 19:45 á sunnudag og sjá má hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Klippa: Sportpakkinn: Inter getur komist á toppinn
Ítalski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira