Stuðningsmenn liðs Balotelli lýsa yfir stuðningi við rasistana í Verona Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2019 15:45 Balotelli er hér heitur eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði í leiknum. vísir/getty Það er margt rotið í ítalska boltanum og það gengur afar illa þar í landi að uppræta kynþáttahatur á völlum landsins. Enn ein ótrúlega yfirlýsingin þar í landi kom í dag. Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Verona á dögunum og hótaði að ganga af velli. Málið vakti að vonum mikla athygli. Nú hafa harðkjarnastuðningsmenn Brescia sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við stuðningsmenn Verona en ekki Balotelli. Með hreinum ólíkindum. „Ef Balotelli var ekki andlega undir það búinn að mæta Verona þá hefði hann átt að segja það og leyfa einhverjum harðari að taka sætið í liðinu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ultras-stuðningsmanna Brescia. „Það hefði enginn kvartað yfir því. Þetta mál er enn ein árásin á Ultra-stuðningsmenn í landinu sem fjölmiðlar keyra áfram af krafti.“ Verona hefur ekki viljað taka á málinu af krafti og borgarstjóri Verona og forseti félagsins sagðist ekki hafa heyrt neitt kynþáttaníð. Einn stuðningsmaður fékk þó rúmlega 10 ára bann fyrir að segja að Balotelli yrði aldrei 100 prósent Ítali. Kynþáttahatrið í stúkunni á Ítalíu hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda eru leikmenn farnir að bregðast. Viðbrögð forráðamanna félaga hafa þó verið ótrúleg en þau ótrúlegustu komu líklega frá einum forseta sem sagði að það væri heiður fyrir hörundsdökka leikmenn að áhorfendur væru með apahljóð í þeirra garð. Það þýddi að þeir bæru virðingu fyrir leikmanninum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Það er margt rotið í ítalska boltanum og það gengur afar illa þar í landi að uppræta kynþáttahatur á völlum landsins. Enn ein ótrúlega yfirlýsingin þar í landi kom í dag. Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Verona á dögunum og hótaði að ganga af velli. Málið vakti að vonum mikla athygli. Nú hafa harðkjarnastuðningsmenn Brescia sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við stuðningsmenn Verona en ekki Balotelli. Með hreinum ólíkindum. „Ef Balotelli var ekki andlega undir það búinn að mæta Verona þá hefði hann átt að segja það og leyfa einhverjum harðari að taka sætið í liðinu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ultras-stuðningsmanna Brescia. „Það hefði enginn kvartað yfir því. Þetta mál er enn ein árásin á Ultra-stuðningsmenn í landinu sem fjölmiðlar keyra áfram af krafti.“ Verona hefur ekki viljað taka á málinu af krafti og borgarstjóri Verona og forseti félagsins sagðist ekki hafa heyrt neitt kynþáttaníð. Einn stuðningsmaður fékk þó rúmlega 10 ára bann fyrir að segja að Balotelli yrði aldrei 100 prósent Ítali. Kynþáttahatrið í stúkunni á Ítalíu hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda eru leikmenn farnir að bregðast. Viðbrögð forráðamanna félaga hafa þó verið ótrúleg en þau ótrúlegustu komu líklega frá einum forseta sem sagði að það væri heiður fyrir hörundsdökka leikmenn að áhorfendur væru með apahljóð í þeirra garð. Það þýddi að þeir bæru virðingu fyrir leikmanninum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00
Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00
Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38
Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00