Handbolti

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið og verður frá í átta vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Þorgeir er á sínu öðru tímabili hjá Kiel.
Gísli Þorgeir er á sínu öðru tímabili hjá Kiel. vísir/getty
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið í leik Kiel og Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Að því er fram kemur á heimasíðu Kiel verður Gísli frá í átta vikur vegna meiðslanna. Hann þarf þó ekki að fara í aðgerð.

Gísli meiddist á vinstri öxl en hann hefur áður glímt við meiðsli á þeirri hægri.

Ljóst er að Gísli verður í kapphlaupi við tímann að verða klár í slaginn fyrir Evrópumótið í janúar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Danmörku 11. janúar.

Kiel á 15 leiki eftir fram að áramótum.


Tengdar fréttir

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr axarlið í kvöld er hann meiddist illa í leik Kiel og Rhein-Neckar Löwen í þýska handboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×