Hópur mótmælenda dró bæjarstjórann um götur bæjarins og sökuðu um morð Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 15:31 Mótmælendur kölluðu bæjarstjórann Patricia Arce morðkvendi eftir að tveimur úr hópi þeirra höfðu látið lífið. Vísir/EPA Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram. Bólivía Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram.
Bólivía Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira