Stýrivextir halda áfram að lækka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:56 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51
Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25