Stýrivextir halda áfram að lækka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:56 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Sjá meira
Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51
Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25