Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:03 Mynd af syni parsins sem No Borders birti á Facebook í nótt. Mynd/No Borders Iceland Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland sem birt var skömmu eftir miðnætti í nótt. „Eru enn í haldi lögreglu. 19 klukkutíma brottvísun,“ segir jafnframt í færslunni. Með henni er birt mynd af tveggja ára syni albanska parsins. Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli í gær eftir að samtök um réttindi hælisleitenda á Íslandi, áðurnefnd No Borders svo og Réttur barna á flótta, birtu færslur um brottvísunina á Facebook. Um er að ræða albanskt par og tveggja ára son þeirra. Konan er ófrísk og gengin um 36 vikur en henni var vísað úr landi þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsmenn hefðu skrifað upp á vottorð, þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og „ætti erfitt með langt flug.“ Útlendingastofnun, sem vísaði í eigið vottorð frá geðlækni sem konan sagðist aldrei hafa hitt, segist ekki hafa gert mistök í málinu. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja stofnunina hins vegar hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna.Sjá einnig: Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið No Borders greindu frá því í gærkvöldi að fjölskyldan væri komin til Vínar í Austurríki, eftir þrjár flugferðir á fjórtán klukkustundum. Hún væri örmagna, enda hefði hún verið vakandi í einn og hálfan sólarhring. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að meta þurfi hvort breyta þurfi reglum eða verklagi vegna brottvísunar konunnar. Ráðherra kvaðst fyrst hafa frétt af málinu í fjölmiðlum og hefði verið mjög brugðið. Biskup Íslands hefur jafnframt óskað eftir fundi með Áslaugu til að ræða stöðu hælisleitenda í ljósi málsins. „Það er ólíðandi verknaður að senda barnshafandi konu burt í óvissu og örbyrgð. Það er mannréttindabrot og gengur þvert á skilyrðilausa kærleiksskyldu kristinna manna. Biskups Íslands hefur óskað eftir því að prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma, ásamt sr. Ásu Laufey Sæmundsdóttir og sr. Evu Björk Valdimarsdóttur, sem séð hafa um þjónustu við hælisleitendur, fylgi málinu eftir,“ segir í yfirlýsingu biskups. Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland sem birt var skömmu eftir miðnætti í nótt. „Eru enn í haldi lögreglu. 19 klukkutíma brottvísun,“ segir jafnframt í færslunni. Með henni er birt mynd af tveggja ára syni albanska parsins. Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli í gær eftir að samtök um réttindi hælisleitenda á Íslandi, áðurnefnd No Borders svo og Réttur barna á flótta, birtu færslur um brottvísunina á Facebook. Um er að ræða albanskt par og tveggja ára son þeirra. Konan er ófrísk og gengin um 36 vikur en henni var vísað úr landi þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsmenn hefðu skrifað upp á vottorð, þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og „ætti erfitt með langt flug.“ Útlendingastofnun, sem vísaði í eigið vottorð frá geðlækni sem konan sagðist aldrei hafa hitt, segist ekki hafa gert mistök í málinu. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja stofnunina hins vegar hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna.Sjá einnig: Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið No Borders greindu frá því í gærkvöldi að fjölskyldan væri komin til Vínar í Austurríki, eftir þrjár flugferðir á fjórtán klukkustundum. Hún væri örmagna, enda hefði hún verið vakandi í einn og hálfan sólarhring. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að meta þurfi hvort breyta þurfi reglum eða verklagi vegna brottvísunar konunnar. Ráðherra kvaðst fyrst hafa frétt af málinu í fjölmiðlum og hefði verið mjög brugðið. Biskup Íslands hefur jafnframt óskað eftir fundi með Áslaugu til að ræða stöðu hælisleitenda í ljósi málsins. „Það er ólíðandi verknaður að senda barnshafandi konu burt í óvissu og örbyrgð. Það er mannréttindabrot og gengur þvert á skilyrðilausa kærleiksskyldu kristinna manna. Biskups Íslands hefur óskað eftir því að prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma, ásamt sr. Ásu Laufey Sæmundsdóttir og sr. Evu Björk Valdimarsdóttur, sem séð hafa um þjónustu við hælisleitendur, fylgi málinu eftir,“ segir í yfirlýsingu biskups.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15