Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Björn Þorfinnsson skrifar 4. nóvember 2019 06:15 Vinnueftirlitið fylgist með umhverfi vinnandi fólks. Fréttablaðið/Stefán Mikil ólga hefur ríkt meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins undanfarin misseri. Starfsandi er lélegur og mikill samskiptavandi milli stjórnenda og almennra starfsmanna. Starfsmannavelta hefur verið mikil á árinu og eins og greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins leiddi nýleg könnun meðal starfsmanna í ljós að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustaðnum. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, sem tók við forstjórastöðu stofnunarinnar fyrir tæpu ári, sagði að niðurstöður könnunarinnar væru litnar mjög alvarlegum augum og að fyrirtækið hefði gripið til ýmissa aðgerða til þess að laga ástandið. Meðal annars var útbúin ný viðbragðsáætlun þegar starfsmenn tilkynntu um möguleg eineltistilvik og gerður var samningur við sálfræðistofu sem starfsmenn geta leitað til. Þá var skipulögð sérstök samskiptastofa til þess að bæta samskipti innan stofnunarinnar og nýrri mannauðsáætlun ýtt úr vör. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Einn eigenda Attentus sinnti verkefninu í byrjun árs en var gert að hverfa frá störfum fyrir meintan dónaskap í garð starfsmanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nefndi trúnaðarmaður við nefndan fulltrúa Attentus að margir starfsmenn vinnuvéladeildar stofnunarinnar íhuguðu að hætta störfum vegna óánægju með laun og ekki síður starfsanda innan eftirlitsins. Á hann að hafa svarað þessum áhyggjum trúnaðarmanns á þá leið að hann hefði engar áhyggjur af að missa starfsmennina því að þeir myndu aldrei fá vinnu annars staðar. Þegar ummælin spurðust út féllu þau í grýttan jarðveg meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Í kjölfarið skrifuðu fulltrúar starfsmanna hjá tveimur stéttarfélögum, Sameyki og BHM, undir bréf þar sem þeir kröfðust þess að viðkomandi viki frá störfum vegna samskiptanna. Bréfið var sent á Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra en að auki var það sent á Hönnu Sigríði forstjóra, Attentus og stéttarfélögin. Heimildir Fréttablaðsins herma að starfsmönnunum sem skrifuðu bréfið hafi verið skipað að draga það til baka og hótað málsókn ef ekki yrði orðið við því. Starfsmennirnir hafi þó staðið á sínu. Afleiðingarnar urðu þær að eigandinn fyrrnefndi sagði sig frá verkefninu og nýr ráðgjafi frá Attentus tók við verkefninu. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins undanfarin misseri. Starfsandi er lélegur og mikill samskiptavandi milli stjórnenda og almennra starfsmanna. Starfsmannavelta hefur verið mikil á árinu og eins og greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins leiddi nýleg könnun meðal starfsmanna í ljós að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustaðnum. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, sem tók við forstjórastöðu stofnunarinnar fyrir tæpu ári, sagði að niðurstöður könnunarinnar væru litnar mjög alvarlegum augum og að fyrirtækið hefði gripið til ýmissa aðgerða til þess að laga ástandið. Meðal annars var útbúin ný viðbragðsáætlun þegar starfsmenn tilkynntu um möguleg eineltistilvik og gerður var samningur við sálfræðistofu sem starfsmenn geta leitað til. Þá var skipulögð sérstök samskiptastofa til þess að bæta samskipti innan stofnunarinnar og nýrri mannauðsáætlun ýtt úr vör. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Einn eigenda Attentus sinnti verkefninu í byrjun árs en var gert að hverfa frá störfum fyrir meintan dónaskap í garð starfsmanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nefndi trúnaðarmaður við nefndan fulltrúa Attentus að margir starfsmenn vinnuvéladeildar stofnunarinnar íhuguðu að hætta störfum vegna óánægju með laun og ekki síður starfsanda innan eftirlitsins. Á hann að hafa svarað þessum áhyggjum trúnaðarmanns á þá leið að hann hefði engar áhyggjur af að missa starfsmennina því að þeir myndu aldrei fá vinnu annars staðar. Þegar ummælin spurðust út féllu þau í grýttan jarðveg meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Í kjölfarið skrifuðu fulltrúar starfsmanna hjá tveimur stéttarfélögum, Sameyki og BHM, undir bréf þar sem þeir kröfðust þess að viðkomandi viki frá störfum vegna samskiptanna. Bréfið var sent á Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra en að auki var það sent á Hönnu Sigríði forstjóra, Attentus og stéttarfélögin. Heimildir Fréttablaðsins herma að starfsmönnunum sem skrifuðu bréfið hafi verið skipað að draga það til baka og hótað málsókn ef ekki yrði orðið við því. Starfsmennirnir hafi þó staðið á sínu. Afleiðingarnar urðu þær að eigandinn fyrrnefndi sagði sig frá verkefninu og nýr ráðgjafi frá Attentus tók við verkefninu.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira