Réðst á stjórnmálamann og beit af honum eyrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 18:58 Skjáskot úr myndbandi af árásinni. Hér sést árásarmaðurinn slíta sig lausan úr taki öryggisvarða, rétt áður en hann ræðst á Chiu. Skjáskot/twitter Talið er að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður í Hong Kong hafi misst eyra, eða hluta þess, í árás í mótmælum á sjálfsstjórnarsvæðinu í dag. Myndbönd og myndir af árásinni hafa farið í töluverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Varað er við einu slíku myndbandi sem finna má í fréttinni. Maðurinn heitir doktor Andrew Chiu og situr í héraðsstjórn í Hong Kong, samkvæmt fréttum erlendra miðla af málinu. Í myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sést hann blóðugur eftir að hafa orðið fyrir árás. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að maður, vopnaður hnífi, hafi ráðist að Chiu eftir að til slagsmála kom á milli árásarmannsins og fjölskyldu, sem hafði nýlokið við kvöldverð í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni í Hong Kong. Átökin brutust út vegna „pólitísks ágreiningsmáls“, að því er segir í frétt Sky. Ekki er ljóst hvernig Chiu blandaðist í átökin en vitni á vettvangi hafa lýst því hvernig árásarmaðurinn, sem talaði kínverska mállýsku sem ekki er töluð í Hong Kong, reifst hatrammlega við fólk áður en hann beitti hnífnum á a.m.k. tvo menn. Þá sýnir myndband af vettvangi hvernig öryggisverðir reyna að halda aftur af manninum, sem slítur sig lausan, ræðst að Chiu og bítur hann í eyrað. Árásarmaðurinn var síðar handtekinn. Myndband af árásinni má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við efni myndbandsins en í því sést hluti úr eyra Chiu liggja á jörðinni.WARNING NSFW (Violence, Ear on ground)Latest new footage from Taikoo - Here is the ear biting attack. He escapes from the security guard, runs in a circle, and bites his victim's ear off#StandWithHongKong #HongKongProtests pic.twitter.com/4XpMuu9iyJ— woppa (@Woppa1Woppa) November 3, 2019 Chiu hefur verið fulltrúi Taikoo Shing-svæðisins í héraðsstjórn Hong Kong síðan árið 2007 og er í framboði í kosningunum sem fara fram í sjálfsstjórnarhéraðinu í lok nóvember. Þá er hann stuðningsmaður aukins lýðræðis í Hong Kong. Á myndböndum á samfélagsmiðlum sést hvernig gert er að sárum Chiu og þá virðist sem hluta eyra hans hafi verið komið fyrir í plastpoka, sem honum er réttur. Joshua Wong, einn aðalforsprakki mótmælendanna í Hong Kong, fordæmdi árásina í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Vinstra eyra hans var bitið í tvennt á hrottalegan hátt. Ég fordæmi þessar ofbeldisfullu árásir, sem beinast sérstaklega að frambjóðendum.“ Mótmælaalda hefur riðið yfir þetta kínverska sjálfsstjórnarsvæði undanfarna mánuði og hafa mótmælendur meðal annars gagnrýnt meint vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á svæðinu og krafist aukins lýðræði. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum en kínversk fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarna daga verið skotmörk mótmælenda. Hong Kong Tengdar fréttir Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33 Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00 Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Talið er að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður í Hong Kong hafi misst eyra, eða hluta þess, í árás í mótmælum á sjálfsstjórnarsvæðinu í dag. Myndbönd og myndir af árásinni hafa farið í töluverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Varað er við einu slíku myndbandi sem finna má í fréttinni. Maðurinn heitir doktor Andrew Chiu og situr í héraðsstjórn í Hong Kong, samkvæmt fréttum erlendra miðla af málinu. Í myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sést hann blóðugur eftir að hafa orðið fyrir árás. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að maður, vopnaður hnífi, hafi ráðist að Chiu eftir að til slagsmála kom á milli árásarmannsins og fjölskyldu, sem hafði nýlokið við kvöldverð í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni í Hong Kong. Átökin brutust út vegna „pólitísks ágreiningsmáls“, að því er segir í frétt Sky. Ekki er ljóst hvernig Chiu blandaðist í átökin en vitni á vettvangi hafa lýst því hvernig árásarmaðurinn, sem talaði kínverska mállýsku sem ekki er töluð í Hong Kong, reifst hatrammlega við fólk áður en hann beitti hnífnum á a.m.k. tvo menn. Þá sýnir myndband af vettvangi hvernig öryggisverðir reyna að halda aftur af manninum, sem slítur sig lausan, ræðst að Chiu og bítur hann í eyrað. Árásarmaðurinn var síðar handtekinn. Myndband af árásinni má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við efni myndbandsins en í því sést hluti úr eyra Chiu liggja á jörðinni.WARNING NSFW (Violence, Ear on ground)Latest new footage from Taikoo - Here is the ear biting attack. He escapes from the security guard, runs in a circle, and bites his victim's ear off#StandWithHongKong #HongKongProtests pic.twitter.com/4XpMuu9iyJ— woppa (@Woppa1Woppa) November 3, 2019 Chiu hefur verið fulltrúi Taikoo Shing-svæðisins í héraðsstjórn Hong Kong síðan árið 2007 og er í framboði í kosningunum sem fara fram í sjálfsstjórnarhéraðinu í lok nóvember. Þá er hann stuðningsmaður aukins lýðræðis í Hong Kong. Á myndböndum á samfélagsmiðlum sést hvernig gert er að sárum Chiu og þá virðist sem hluta eyra hans hafi verið komið fyrir í plastpoka, sem honum er réttur. Joshua Wong, einn aðalforsprakki mótmælendanna í Hong Kong, fordæmdi árásina í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Vinstra eyra hans var bitið í tvennt á hrottalegan hátt. Ég fordæmi þessar ofbeldisfullu árásir, sem beinast sérstaklega að frambjóðendum.“ Mótmælaalda hefur riðið yfir þetta kínverska sjálfsstjórnarsvæði undanfarna mánuði og hafa mótmælendur meðal annars gagnrýnt meint vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á svæðinu og krafist aukins lýðræði. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum en kínversk fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarna daga verið skotmörk mótmælenda.
Hong Kong Tengdar fréttir Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33 Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00 Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33
Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00
Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45