Guðni vill gera Pál Magnússon að landbúnaðarráðherra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2019 12:00 Guðni Ágústsson sem skálaði fyrir íslenskum bændum á "Hey bóndi“ á Hvolsvelli í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mjög ósáttur við stjórnmálamenn landsins, sem ræða ekki lengur um málefni landbúnaðarins og stungu landbúnaðarráðuneytinu í skúffu þegar það var sameinað sjávarútvegsráðuneytinu. Hann vill að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar átti að vera einn af fyrirlesurum á landbúnaðar og fjölskylduhátíðinni Hey bóndi á Hvolsvelli í gær. Vegna veikinda forfallaðist hann en í staðinn mætti Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins og hélt ræðu, sem vakti mikla athygli. Guðni vandaði alþingismönnum landsins ekki kveðju sína, Páll Magnússon, alþingismaður var í salnum. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að íslensku landbúnaður á stórkostleg tækifæri ef að stjórnmálamennirnir vakna og átta sig á því hvað þeir hafa gert landbúnaðinum. Þinn flokkur Páll Magnússon og minn flokkur bera ábyrgð á því að landbúnaðarráðuneytinu var lagt niður 2007, því var stungið í skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu. Það er ekkert rætt um landbúnað í landbúnaðarráðuneytinu lengur“, sagði Guðni. Guðni sagði að búið væri að leggja sterkt félagskerfi bænda niður og því hafi verið rústað. Nú þurfi bændur að ná vopnum sínum á ný og byggja upp á félagskerfið á nýjan leik þar sem allir eru saman í einni keðju, allir fyrir einn. „Við eigum tvö hundruð blóðmerabændur, fimm hundruð kúabændur, þúsund sauðfjárbændur og þúsund hrossabændur og við eigum bestu kjúklinga og svínabændur í veröldinni“, sagði Guðni og bætti strax við. „Hugsið ykkur að pensilínið sem er rótað í fóðrið hjá kjúklingum, svínum og nautum úti í heimi í Evrópu og Ameríku, það mun drepa fleiri menn eftir fimmtíu ár heldur en krabbameinið, við erum hrein þjóð“. Páll Magnússon hafði gaman af ræðu Guðna og gat ekki annað en brosað þegar Guðni sagðist vilja sjá hann sem næsta landbúnaðarráðherra á Íslandi, enda hafi Páll verið í sveit í Úthlíð í Biskupstungum hjá Birni bónda.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðni vill að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra en fyrst verði að stofna hollvinasamtök landbúnaðarins og íslenskra sveita. „Heyrir þú það Páll, ég veit að Páll postuli heyrir í mér núna, en heyrðu nú og ef þú heyrir, þá legg ég á og mæli um að þú verðir næsti landbúnaðarráðherra“. Að lokum hrópaði Guðni og allur salurinn með ferfalt húrra fyrir íslenskum landbúnaði. Alþingi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mjög ósáttur við stjórnmálamenn landsins, sem ræða ekki lengur um málefni landbúnaðarins og stungu landbúnaðarráðuneytinu í skúffu þegar það var sameinað sjávarútvegsráðuneytinu. Hann vill að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar átti að vera einn af fyrirlesurum á landbúnaðar og fjölskylduhátíðinni Hey bóndi á Hvolsvelli í gær. Vegna veikinda forfallaðist hann en í staðinn mætti Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins og hélt ræðu, sem vakti mikla athygli. Guðni vandaði alþingismönnum landsins ekki kveðju sína, Páll Magnússon, alþingismaður var í salnum. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að íslensku landbúnaður á stórkostleg tækifæri ef að stjórnmálamennirnir vakna og átta sig á því hvað þeir hafa gert landbúnaðinum. Þinn flokkur Páll Magnússon og minn flokkur bera ábyrgð á því að landbúnaðarráðuneytinu var lagt niður 2007, því var stungið í skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu. Það er ekkert rætt um landbúnað í landbúnaðarráðuneytinu lengur“, sagði Guðni. Guðni sagði að búið væri að leggja sterkt félagskerfi bænda niður og því hafi verið rústað. Nú þurfi bændur að ná vopnum sínum á ný og byggja upp á félagskerfið á nýjan leik þar sem allir eru saman í einni keðju, allir fyrir einn. „Við eigum tvö hundruð blóðmerabændur, fimm hundruð kúabændur, þúsund sauðfjárbændur og þúsund hrossabændur og við eigum bestu kjúklinga og svínabændur í veröldinni“, sagði Guðni og bætti strax við. „Hugsið ykkur að pensilínið sem er rótað í fóðrið hjá kjúklingum, svínum og nautum úti í heimi í Evrópu og Ameríku, það mun drepa fleiri menn eftir fimmtíu ár heldur en krabbameinið, við erum hrein þjóð“. Páll Magnússon hafði gaman af ræðu Guðna og gat ekki annað en brosað þegar Guðni sagðist vilja sjá hann sem næsta landbúnaðarráðherra á Íslandi, enda hafi Páll verið í sveit í Úthlíð í Biskupstungum hjá Birni bónda.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðni vill að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra en fyrst verði að stofna hollvinasamtök landbúnaðarins og íslenskra sveita. „Heyrir þú það Páll, ég veit að Páll postuli heyrir í mér núna, en heyrðu nú og ef þú heyrir, þá legg ég á og mæli um að þú verðir næsti landbúnaðarráðherra“. Að lokum hrópaði Guðni og allur salurinn með ferfalt húrra fyrir íslenskum landbúnaði.
Alþingi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira