Bein útsending: Kynjaþing Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 13:00 Kynjaþing fer nú fram í Norræna húsinu. Fylgjast má með þinginu í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm - Innsend Kynjaþing fer fram í Norræna húsinu í dag. Dagskrá þingsins er skipulögð af ýmsum félagasamtökum og grasrótarsamtökum, og er hugsað sem samræðuvettvangur um jafnrétti og kynjafrelsi. Dagskrá þingsins hefst klukkan 13:00 og má fylgjast með henni í beinni útsendingu hér á Vísi. Dagskrá Kynjaþings í sal Norræna hússins Kl. 13:00. Málstofa um heimilisofbeldi. Samtök um kvennaathvarf.Á málstofunni verða 3 erindi: Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra athvarfsins, flytur frumsamda smásögu um konu frá landi utan EES sem leitar í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis maka síns. Sagan byggir á raunverulegum aðstæðum og reynslu margra kvenna í sambærilegri stöðu.Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi í Kvennaathvarfinu fjallar stuttlega um niðurstöður MA rannsóknar sinnar sem gerð var árið 2019. „Ég skil ekki alveg af hverju enginn tók eftir því að þarna væri ofbeldi í gangi“.Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra athvarfsins, fjallar um könnun sem unnin var árið 2018, „Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónueikaeinkenni ofbeldismanna.” Kl. 14:00. Hvað mætir erlendum konum á íslenskum vinnumarkaði. ASÍ.Hver er raunveruleikinn sem mætir erlendum konum sem starfa við ferðaþjónustu á Íslandi? Nanna Hermannsdóttir kynnir skýrslu Alþýðusambands Íslands sem gefin var út í sumar um reynslu erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði.Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar og Magdalena Samsonowicz starfsmaður Eflingar segja frá sinni reynslu sem erlendar konur á íslenskum vinnumarkaði.Kl. 16:00. Reykfylltu bakherbergin. Kvenréttindafélag ÍslandsKonur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Kynjahlutfall kjörinna fulltrúa hefur aldrei verið jafnara, en þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að kynjajafnrétti ríki innan stjórnmálanna. Árið 2017 voru það konur í stjórnmálum sem riðu fyrstar á vaðið til að birta sögur undir myllumerkinu #MeToo, og afhjúpuðu þar kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífst á sviði stjórnmála.Hver er reynsla kvenna af starfi í stjórnmálum? Eru enn reykfyllt bakherbergi þar sem konum er ekki hleypt að? Skiptir máli að tryggja jafna þátttöku kynjanna í pólitík?Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins ræða málin. Auður Jónsdóttir stýrir umræðum. Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Kynjaþing fer fram í Norræna húsinu í dag. Dagskrá þingsins er skipulögð af ýmsum félagasamtökum og grasrótarsamtökum, og er hugsað sem samræðuvettvangur um jafnrétti og kynjafrelsi. Dagskrá þingsins hefst klukkan 13:00 og má fylgjast með henni í beinni útsendingu hér á Vísi. Dagskrá Kynjaþings í sal Norræna hússins Kl. 13:00. Málstofa um heimilisofbeldi. Samtök um kvennaathvarf.Á málstofunni verða 3 erindi: Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra athvarfsins, flytur frumsamda smásögu um konu frá landi utan EES sem leitar í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis maka síns. Sagan byggir á raunverulegum aðstæðum og reynslu margra kvenna í sambærilegri stöðu.Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi í Kvennaathvarfinu fjallar stuttlega um niðurstöður MA rannsóknar sinnar sem gerð var árið 2019. „Ég skil ekki alveg af hverju enginn tók eftir því að þarna væri ofbeldi í gangi“.Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra athvarfsins, fjallar um könnun sem unnin var árið 2018, „Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónueikaeinkenni ofbeldismanna.” Kl. 14:00. Hvað mætir erlendum konum á íslenskum vinnumarkaði. ASÍ.Hver er raunveruleikinn sem mætir erlendum konum sem starfa við ferðaþjónustu á Íslandi? Nanna Hermannsdóttir kynnir skýrslu Alþýðusambands Íslands sem gefin var út í sumar um reynslu erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði.Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar og Magdalena Samsonowicz starfsmaður Eflingar segja frá sinni reynslu sem erlendar konur á íslenskum vinnumarkaði.Kl. 16:00. Reykfylltu bakherbergin. Kvenréttindafélag ÍslandsKonur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Kynjahlutfall kjörinna fulltrúa hefur aldrei verið jafnara, en þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að kynjajafnrétti ríki innan stjórnmálanna. Árið 2017 voru það konur í stjórnmálum sem riðu fyrstar á vaðið til að birta sögur undir myllumerkinu #MeToo, og afhjúpuðu þar kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífst á sviði stjórnmála.Hver er reynsla kvenna af starfi í stjórnmálum? Eru enn reykfyllt bakherbergi þar sem konum er ekki hleypt að? Skiptir máli að tryggja jafna þátttöku kynjanna í pólitík?Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins ræða málin. Auður Jónsdóttir stýrir umræðum.
Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira