Dómur í barnaníðsmáli mildaður vegna óútskýrðra tafa Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 18:33 Frumburður konunnar og fjölskyldu hennar var talinn trúverðugari en mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira