Borubrattur Kim Jong-un Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 11:00 EPA/KCNA Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka. Norður-Kórea Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka.
Norður-Kórea Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent