Hæstiréttur dæmdi sveitarfélögunum í vil í deilu við Starfsgreinasambandið Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur tekur með dómi sem féll síðastliðinn miðvikudag undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í deilu þess við Starfsgreinasambandið (SGS) um jöfnun lífeyrisréttinda. Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags. Sveitarfélögin hafa ekki viljað ræða þessi mál nú og leitaði SGS því til Félagsdóms. SÍS krafðist hins vegar frávísunar á þeim rökum að málið heyri ekki undir Félagsdóm. Aðal- og varakröfu SGS, sem sneru að því að tryggja starfsmönnum sveitarfélaga greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til jöfnunar lífeyrisréttinda, var vísað frá Félagsdómi. Hins vegar var ekki fallist á frávísun þrautavarakröfu SGS um fyrrnefndar viðræður. Þá niðurstöðu kærði hins vegar SÍS og hefur Hæstiréttur nú staðfest kröfu sveitarfélaganna. Í dómi Hæstaréttar segir að yfirlýsingin frá 2009 feli í sér sameiginlegan skilning til að taka upp viðræður um ákveðnar breytingar á lífeyriskerfinu. Hún feli hins vegar ekki í sér skuldbindingu þess efnis að geta talist hluti kjarasamnings. Þar með falli málið ekki undir verkefni Félagsdóms. Í yfirlýsingu á vef SGS er lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem muni flækja stöðuna enn frekar. Sveitarfélögin vísuðu kjaradeilu sinni við SGS og Eflingu til ríkissáttasemjara fyrir helgi en samningar hafa verið lausir frá 31. mars síðastliðnum. „Starfsgreinasambandið mun að sjálfsögðu hlíta úrskurði Hæstaréttar í þessu máli en við munum krefjast þess að launafólki verði bætt það 1,5 prósent sem vantar upp á jöfnun lífeyrisréttinda með öðrum hætti,“ er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni SGS, á vef sambandsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hæstiréttur tekur með dómi sem féll síðastliðinn miðvikudag undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í deilu þess við Starfsgreinasambandið (SGS) um jöfnun lífeyrisréttinda. Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags. Sveitarfélögin hafa ekki viljað ræða þessi mál nú og leitaði SGS því til Félagsdóms. SÍS krafðist hins vegar frávísunar á þeim rökum að málið heyri ekki undir Félagsdóm. Aðal- og varakröfu SGS, sem sneru að því að tryggja starfsmönnum sveitarfélaga greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til jöfnunar lífeyrisréttinda, var vísað frá Félagsdómi. Hins vegar var ekki fallist á frávísun þrautavarakröfu SGS um fyrrnefndar viðræður. Þá niðurstöðu kærði hins vegar SÍS og hefur Hæstiréttur nú staðfest kröfu sveitarfélaganna. Í dómi Hæstaréttar segir að yfirlýsingin frá 2009 feli í sér sameiginlegan skilning til að taka upp viðræður um ákveðnar breytingar á lífeyriskerfinu. Hún feli hins vegar ekki í sér skuldbindingu þess efnis að geta talist hluti kjarasamnings. Þar með falli málið ekki undir verkefni Félagsdóms. Í yfirlýsingu á vef SGS er lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem muni flækja stöðuna enn frekar. Sveitarfélögin vísuðu kjaradeilu sinni við SGS og Eflingu til ríkissáttasemjara fyrir helgi en samningar hafa verið lausir frá 31. mars síðastliðnum. „Starfsgreinasambandið mun að sjálfsögðu hlíta úrskurði Hæstaréttar í þessu máli en við munum krefjast þess að launafólki verði bætt það 1,5 prósent sem vantar upp á jöfnun lífeyrisréttinda með öðrum hætti,“ er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni SGS, á vef sambandsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira