Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2019 15:02 Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku og þá er alla að finna í nýúkominni bók sem vakið hefur mikla athygli. Sá sem fór fyrir liði Samherjamanna í Namibíu er Aðalsteinn Helgason. Hann var yfirmaður Samherja í Afríku á þessum árum. Í nýútkominni og afar forvitnilegri bók þeirra Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Stefáns Aðalsteins Drengssonar „Ekkert að fela – á slóð Samherja í Namibíu“ segir að Aðalsteinn Helgason hafi sig hvergi hrært án þess að fyrir lægi samþykki forstjóra fyrirtækisins, Þorsteins Más Baldvinssonar. Reyndar er því svo lýst, og vitnað í skýrslu KPMG frá árinu 2014 þar um, að Þorsteinn hafi stýrt fyrirtækinu í smáu og stóru. Jafnt starfsemi á Íslandi sem og dótturfyrirtækjum á erlendri grundu sem svo þýði í raun að lögum samkvæmt beri þeim fyrirtækjum að greiða skatt á Íslandi. Í bókinni er greint frá því að Aðalsteinn hafi staðið þétt við hlið forstjórans.Teiknimyndapersónurnar vinsælu félagarnir Burns og Smithers úr Simpsonþáttunum. „Fleiri en einn fyrrverandi samstarfsmaður þeirra lýsir sambandi þeirra, bæði í gamni og alvöru, með vísan til sjónvarpsþáttanna um Simpson-fjölskylduna. Þannig sé Þorsteinn Már eins og iðnjöfurinn Montgomery Burns en Aðalsteinn hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans, Waylon Smithers. Aðalsteinn er nú kominn á eftirlaun eftir kvartöld í þjónustu Samherja. Þegar hann var kvaddur árið 2016 féllu þau orð í kveðju frá eigendum Samherja að störf hans hafi haft grundvallarþýðingu fyrir fyrirtækið.„Þú ættir að ræða þetta við kallinn“ „Þar er einnig sérstaklega getið um lundarfar og þægilega nærveru Aðalsteins. Í þeim anda grínuðust undirmenn Aðalsteins í Afríku og kölluðu hann Don Alla. Og hinn lauflétti Aðalsteinn spilaði með. Glotti í mesta lagi að ungu mönnunum. Varkár jafnan en þægilegur, að sögn. Ljóntryggur og tók aldrei svo ákvörðun að hún væri ekki borin undir Þorstein Má.“ Þess er getið í bókinni, og þá vísað til orða uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, sem starfaði með Aðalsteini í Afríku, að Aðalsteinn hafi gjarnan haft á orði: „Ég held að þú ættir að ræða þetta við kallinn.“Þremenningarnir sem gerðu sjónvarpsþáttinn um Samherja í Namibíu fylgja honum eftir með bók þar sem farið er ítarlega í saumana á málinu öllu.Þessi aðvörunarorð hafði Aðalsteinn gjarnan á vörum til undirmanna sinna. Leita ætti samþykkist Þorsteins fyrir hverju eina. Og vitnað er í tölvupóst frá Aðalsteini: „Passaðu þig bara á því að gera ekki óformlegt samkomulag sem kallinn neitar síðan að samþykkja og þú þarft síðan að fara með í þína viðsemjendur. Það er hundleiðinleg staða.“Þriðja manninum líkt við Tom Hagen Í bókinni kemur fram að landvinningar Samherja í Namibíu hófust í upphafi árs 2011 og fyrir þeim fóru þrír menn: Aðalsteinn Helgason, Jóhannes Stefánsson uppljóstrari og svo Ingvar Júlíusson, tæplega fimmtugur endurskoðandi sem starfað hefur erlendis í fjölda ára. Í bókinni er honum líkt við consiglieri eða fyrir þá sem þekkja trílógíuna The Godfather, Tom Hagen, hægri hönd don Corleone. Hann er frá Þorlákshöfn, útskrifaðist úr viðskiptafræði 2004, starfaði fyrir Baug um tíma en var ráðinn til Samherja eftir hrun.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í gær.Vísir/Sigurjón„Hann bjó þá um tíma á Kýpur, þaðan sem stórum hluta útrásar Samherja er stjórnað, en býr nú og starfar á Kanaríeyjum þar sem Samherji er með litla skrifstofu til að halda utan um starfsemina í Afríku. Starf Ingvars er því viðamikið en þrátt fyrir að hann sé nokkurs konar miðpunktur fjármálaveldis Samherja á heimsvísu er ekki að finna miklar upplýsingar um hann á heimasíðu Samherja, ólíkt flestum öðrum. Ekkert er þar minnst á um fangsmikla starfsemi sem Ingvar leiðir á eynni Kýpur, hvað þá landvinningana í Namibíu, hvorki á korti eða þar sem erlend starfsemi félagsins er rakin, né í annars ítarlegu ágripi yfir sögu Samherja síðastliðna áratugi,“ segir í bókinni.Harkalegar viðtökur Það er Forlagið sem gefur bókina út og hefur vakið athygli á því á Facebooksíðu sinni að höfundar ætli að afsala sér öllum greiðslum vegna útgáfunnar og stendur til að þau renni til hjálparstofnunar og mannúðarsamtaka sem beita sér í Afríku.Baldvin sonur Þorsteins Más stillir sér upp með namibískum konum. Í bókinni greinir meðal annars frá því þegar Samherjamenn buðu til Íslands namibískum kvótahöfum þá mislíkaði þeim svo framkoma Baldvins að samningum var með því teflt í voða.Þessi eru skilaboð útgáfunnar til allra þeirra sem tjá sig á téðri Facebooksíðu. En það kemur nokkuð á óvart hversu mörgum hreinlega mislíkar það að bókin sé að koma út. „Skítlegt eðli sagði einhver. Mér finnst það passa núna hjá þessum mönnum. Ætla að græða fyrir jólin, og ekki búið að kanna þetta allt og dæma en bókin er tilbúin,“ segir ein þeirra sem setur athugasemd á Fb-vegg Forlagsins. Bálreið. Annar spyr hvort búið sé að dæma í málinu meðan enn einn talar um bókina sem toppinn í lágkúru. Vísir spurði Egil Örn Jóhannsson framkvæmdastjóra Forlagsins hvort þetta séu viðtökur sem hann vænti en hann segist hafa tekið þá afstöðu að ætla ekki að tjá sig um bókina opinberlega. Hins vegar mun það vera svo að sala bókarinnar fer afar vel af stað. Samherjaskjölin Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sá sem fór fyrir liði Samherjamanna í Namibíu er Aðalsteinn Helgason. Hann var yfirmaður Samherja í Afríku á þessum árum. Í nýútkominni og afar forvitnilegri bók þeirra Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Stefáns Aðalsteins Drengssonar „Ekkert að fela – á slóð Samherja í Namibíu“ segir að Aðalsteinn Helgason hafi sig hvergi hrært án þess að fyrir lægi samþykki forstjóra fyrirtækisins, Þorsteins Más Baldvinssonar. Reyndar er því svo lýst, og vitnað í skýrslu KPMG frá árinu 2014 þar um, að Þorsteinn hafi stýrt fyrirtækinu í smáu og stóru. Jafnt starfsemi á Íslandi sem og dótturfyrirtækjum á erlendri grundu sem svo þýði í raun að lögum samkvæmt beri þeim fyrirtækjum að greiða skatt á Íslandi. Í bókinni er greint frá því að Aðalsteinn hafi staðið þétt við hlið forstjórans.Teiknimyndapersónurnar vinsælu félagarnir Burns og Smithers úr Simpsonþáttunum. „Fleiri en einn fyrrverandi samstarfsmaður þeirra lýsir sambandi þeirra, bæði í gamni og alvöru, með vísan til sjónvarpsþáttanna um Simpson-fjölskylduna. Þannig sé Þorsteinn Már eins og iðnjöfurinn Montgomery Burns en Aðalsteinn hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans, Waylon Smithers. Aðalsteinn er nú kominn á eftirlaun eftir kvartöld í þjónustu Samherja. Þegar hann var kvaddur árið 2016 féllu þau orð í kveðju frá eigendum Samherja að störf hans hafi haft grundvallarþýðingu fyrir fyrirtækið.„Þú ættir að ræða þetta við kallinn“ „Þar er einnig sérstaklega getið um lundarfar og þægilega nærveru Aðalsteins. Í þeim anda grínuðust undirmenn Aðalsteins í Afríku og kölluðu hann Don Alla. Og hinn lauflétti Aðalsteinn spilaði með. Glotti í mesta lagi að ungu mönnunum. Varkár jafnan en þægilegur, að sögn. Ljóntryggur og tók aldrei svo ákvörðun að hún væri ekki borin undir Þorstein Má.“ Þess er getið í bókinni, og þá vísað til orða uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, sem starfaði með Aðalsteini í Afríku, að Aðalsteinn hafi gjarnan haft á orði: „Ég held að þú ættir að ræða þetta við kallinn.“Þremenningarnir sem gerðu sjónvarpsþáttinn um Samherja í Namibíu fylgja honum eftir með bók þar sem farið er ítarlega í saumana á málinu öllu.Þessi aðvörunarorð hafði Aðalsteinn gjarnan á vörum til undirmanna sinna. Leita ætti samþykkist Þorsteins fyrir hverju eina. Og vitnað er í tölvupóst frá Aðalsteini: „Passaðu þig bara á því að gera ekki óformlegt samkomulag sem kallinn neitar síðan að samþykkja og þú þarft síðan að fara með í þína viðsemjendur. Það er hundleiðinleg staða.“Þriðja manninum líkt við Tom Hagen Í bókinni kemur fram að landvinningar Samherja í Namibíu hófust í upphafi árs 2011 og fyrir þeim fóru þrír menn: Aðalsteinn Helgason, Jóhannes Stefánsson uppljóstrari og svo Ingvar Júlíusson, tæplega fimmtugur endurskoðandi sem starfað hefur erlendis í fjölda ára. Í bókinni er honum líkt við consiglieri eða fyrir þá sem þekkja trílógíuna The Godfather, Tom Hagen, hægri hönd don Corleone. Hann er frá Þorlákshöfn, útskrifaðist úr viðskiptafræði 2004, starfaði fyrir Baug um tíma en var ráðinn til Samherja eftir hrun.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í gær.Vísir/Sigurjón„Hann bjó þá um tíma á Kýpur, þaðan sem stórum hluta útrásar Samherja er stjórnað, en býr nú og starfar á Kanaríeyjum þar sem Samherji er með litla skrifstofu til að halda utan um starfsemina í Afríku. Starf Ingvars er því viðamikið en þrátt fyrir að hann sé nokkurs konar miðpunktur fjármálaveldis Samherja á heimsvísu er ekki að finna miklar upplýsingar um hann á heimasíðu Samherja, ólíkt flestum öðrum. Ekkert er þar minnst á um fangsmikla starfsemi sem Ingvar leiðir á eynni Kýpur, hvað þá landvinningana í Namibíu, hvorki á korti eða þar sem erlend starfsemi félagsins er rakin, né í annars ítarlegu ágripi yfir sögu Samherja síðastliðna áratugi,“ segir í bókinni.Harkalegar viðtökur Það er Forlagið sem gefur bókina út og hefur vakið athygli á því á Facebooksíðu sinni að höfundar ætli að afsala sér öllum greiðslum vegna útgáfunnar og stendur til að þau renni til hjálparstofnunar og mannúðarsamtaka sem beita sér í Afríku.Baldvin sonur Þorsteins Más stillir sér upp með namibískum konum. Í bókinni greinir meðal annars frá því þegar Samherjamenn buðu til Íslands namibískum kvótahöfum þá mislíkaði þeim svo framkoma Baldvins að samningum var með því teflt í voða.Þessi eru skilaboð útgáfunnar til allra þeirra sem tjá sig á téðri Facebooksíðu. En það kemur nokkuð á óvart hversu mörgum hreinlega mislíkar það að bókin sé að koma út. „Skítlegt eðli sagði einhver. Mér finnst það passa núna hjá þessum mönnum. Ætla að græða fyrir jólin, og ekki búið að kanna þetta allt og dæma en bókin er tilbúin,“ segir ein þeirra sem setur athugasemd á Fb-vegg Forlagsins. Bálreið. Annar spyr hvort búið sé að dæma í málinu meðan enn einn talar um bókina sem toppinn í lágkúru. Vísir spurði Egil Örn Jóhannsson framkvæmdastjóra Forlagsins hvort þetta séu viðtökur sem hann vænti en hann segist hafa tekið þá afstöðu að ætla ekki að tjá sig um bókina opinberlega. Hins vegar mun það vera svo að sala bókarinnar fer afar vel af stað.
Samherjaskjölin Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira