Hvað dvelur orminn langa? Hjálmar Jónsson skrifar 18. nóvember 2019 14:12 Undanfarnir dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst mikilvægi starfsemi fjölmiðla fyrir lýðræðið sem fánabera tjáningarfrelsins og að enginn annar aðili getur gegnt því hlutverki sem þeir gegna hvað snertir eftirlit og aðhald að valdinu í samfélaginu. Einkum er það ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til þegar einkareknir fjölmiðlar og fjölmiðlar reknir fyrir almannafé taka höndum saman og koma upp um ömurlegar meinsemdir í íslensku samfélagi með vandaðri og ítarlegri rannsóknarvinnu svo mánuðum skiptir. Það undirstrikar hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar séu fjárhagslega öflugir og að ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra sé virt í hvívetna. Ég finn fyrir velvild í íslensku samfélagi gagnvart fjölmiðlum og auknum skilningi á því mikilvæga hlutverki sem blaða- og fréttamenn hafa að gegna. Ég verð ekki síst var við það í tengslum við yfirstandandi kjaradeilu Blaðamannafélagsins við viðsemjendur sína, sem kosið hafa sér verustað innan Samtaka atvinnulífsins. Fjölmiðlar og fjölmiðlarekstur eiga sannarlega undir högg að sækja á sama tíma og þörfin fyrir vandað efni framleitt af sjálfstæðum fjölmiðlum hefur kanski aldrei verið meiri. Þar ræður tækniþróun síðustu tveggja áratuga mestu, sem hefur gert það að verkum að tekjumódel fjölmiðla er í molum. Miklu skiptir að hið opinbera komi að málum með myndarlegum hætti til að tryggja öfluga samkeppni á fjölmiðlamarkaði, að minnsta kosti á meðan fjölmiðlar eru að fóta sig í þessu nýja umhverfi. Því vekur það furðu að vandað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla skuli ekki enn komið fram á Alþingi. Langt er síðan drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og bárust við það nærfellt þrír tugir athugasemda. Óskiljanlegt er að frumvarpið sé ekki enn komið fram í ljósi þess að málið er brýnt og afdráttarlausra fyrirheita stjórnvalda um stuðning við einkarekna fjölmiðla, m.a. í stjórnarsáttmálanum. Afdrif frumvarps um uppljóstrara er með mun jákvæðari hætti. Styttra er síðan það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, en það var lagt fram í þinginu fyrrihluta nóvember og var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan mánuðinn. Miklu skiptir að það frumvarp fái góðan framgang og um það skapist góður friður. Atburðir síðustu daga hafa sýnt og sannað mikilvægi þess að það verði að lögum. Í samráðsgáttina barst aðeins ein umsögn; frá Samtökum atvinnulífsins, sem leggjast eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Kannski er það tímana tákn?!Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Undanfarnir dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst mikilvægi starfsemi fjölmiðla fyrir lýðræðið sem fánabera tjáningarfrelsins og að enginn annar aðili getur gegnt því hlutverki sem þeir gegna hvað snertir eftirlit og aðhald að valdinu í samfélaginu. Einkum er það ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til þegar einkareknir fjölmiðlar og fjölmiðlar reknir fyrir almannafé taka höndum saman og koma upp um ömurlegar meinsemdir í íslensku samfélagi með vandaðri og ítarlegri rannsóknarvinnu svo mánuðum skiptir. Það undirstrikar hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar séu fjárhagslega öflugir og að ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra sé virt í hvívetna. Ég finn fyrir velvild í íslensku samfélagi gagnvart fjölmiðlum og auknum skilningi á því mikilvæga hlutverki sem blaða- og fréttamenn hafa að gegna. Ég verð ekki síst var við það í tengslum við yfirstandandi kjaradeilu Blaðamannafélagsins við viðsemjendur sína, sem kosið hafa sér verustað innan Samtaka atvinnulífsins. Fjölmiðlar og fjölmiðlarekstur eiga sannarlega undir högg að sækja á sama tíma og þörfin fyrir vandað efni framleitt af sjálfstæðum fjölmiðlum hefur kanski aldrei verið meiri. Þar ræður tækniþróun síðustu tveggja áratuga mestu, sem hefur gert það að verkum að tekjumódel fjölmiðla er í molum. Miklu skiptir að hið opinbera komi að málum með myndarlegum hætti til að tryggja öfluga samkeppni á fjölmiðlamarkaði, að minnsta kosti á meðan fjölmiðlar eru að fóta sig í þessu nýja umhverfi. Því vekur það furðu að vandað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla skuli ekki enn komið fram á Alþingi. Langt er síðan drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og bárust við það nærfellt þrír tugir athugasemda. Óskiljanlegt er að frumvarpið sé ekki enn komið fram í ljósi þess að málið er brýnt og afdráttarlausra fyrirheita stjórnvalda um stuðning við einkarekna fjölmiðla, m.a. í stjórnarsáttmálanum. Afdrif frumvarps um uppljóstrara er með mun jákvæðari hætti. Styttra er síðan það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, en það var lagt fram í þinginu fyrrihluta nóvember og var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan mánuðinn. Miklu skiptir að það frumvarp fái góðan framgang og um það skapist góður friður. Atburðir síðustu daga hafa sýnt og sannað mikilvægi þess að það verði að lögum. Í samráðsgáttina barst aðeins ein umsögn; frá Samtökum atvinnulífsins, sem leggjast eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Kannski er það tímana tákn?!Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar