Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 23:33 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/J. Scott Applewhite Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. Pelosi sagði hann einnig geta svarað spurningum skriflega ef hann vildi. Þetta sagði hún vegna ummæla Trump um að hann fengi ekki færi á að verja sig gegn rannsókninni. Chuck Schumer, formaður þingflokks Demókrata í öldungadeildinni, sló á svipaða strengi og sagði að ef forsetinn væri ekki sáttur við það sem hann heyrði, ætti hann að koma sjálfur og bera vitni. Þar að auki ætti hann að leyfa starfsfólki sínu að bera vitni en Trump hefur meinað fjölda starfsmanna sinna að svara spurningum þingmanna.Schumer sagði þá staðreynd leiða til þess að hann velti fyrir sér hvað Trump hefði að fela. Opnar vitnaleiðslur munu halda áfram í þessari viku eftir að þær hófust í þeirri síðustu. Á meðal þeirra sem munu bera vitni er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Hann er eina vitnið hingað til sem hefur persónulega rætt við Trump um þann þrýsting sem beitt var gegn ríkisstjórn Úkraínu til að fá þá til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og hvort Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að hefja þær rannsóknir. Tvö vitni segjast hafa heyrt Sondland ræða við Trump í síma um málið. Sjálfur segist Trump ekki muna eftir slíkum símtölum og hefur gefið í skyn að hann viti í raun ekki hver Sondland er. Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. Pelosi sagði hann einnig geta svarað spurningum skriflega ef hann vildi. Þetta sagði hún vegna ummæla Trump um að hann fengi ekki færi á að verja sig gegn rannsókninni. Chuck Schumer, formaður þingflokks Demókrata í öldungadeildinni, sló á svipaða strengi og sagði að ef forsetinn væri ekki sáttur við það sem hann heyrði, ætti hann að koma sjálfur og bera vitni. Þar að auki ætti hann að leyfa starfsfólki sínu að bera vitni en Trump hefur meinað fjölda starfsmanna sinna að svara spurningum þingmanna.Schumer sagði þá staðreynd leiða til þess að hann velti fyrir sér hvað Trump hefði að fela. Opnar vitnaleiðslur munu halda áfram í þessari viku eftir að þær hófust í þeirri síðustu. Á meðal þeirra sem munu bera vitni er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Hann er eina vitnið hingað til sem hefur persónulega rætt við Trump um þann þrýsting sem beitt var gegn ríkisstjórn Úkraínu til að fá þá til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og hvort Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að hefja þær rannsóknir. Tvö vitni segjast hafa heyrt Sondland ræða við Trump í síma um málið. Sjálfur segist Trump ekki muna eftir slíkum símtölum og hefur gefið í skyn að hann viti í raun ekki hver Sondland er. Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15
Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36
Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48
„Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00