Óttast blóðbað í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 22:50 Mótmælandi handtekinn í áhlaupi lögreglu. AP/Kin Cheung Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast. Hong Kong Kína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast.
Hong Kong Kína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira