Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Íþróttadeild skrifar 17. nóvember 2019 21:30 Birkir var maður leiksins í Moldóvu. vísir/getty Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn