Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brú Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2019 20:43 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong. Vísir/Getty Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í HongKong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu. Þá var múrsteinum og bensínsprengjum varpað í átt að lögreglu sem beitti táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur. Í yfirlýsingu frá háskólanum voru mótmælendur beðnir um að yfirgefa svæðið sem er sagt illa farið eftir aðgerðirnar. Mótmælendur er sagðir hafa skýlt sér á bak við regnhlífar á göngubrú hjá skólanum og síðan kveikt í hlutum sem lágu á brúnni. Úr varð mikil bál sem hamlaði aðgengi óeirðalögreglumanna að mótmælendunum. Einnig var kveikt í lögreglubifreið sem var á brúnni. Reuters fréttastofan greinir frá því að lögreglan hafi hótað því að beita skotvopnum ef „óeirðaseggir“ myndu beita lögreglu ofbeldi eða notast við bannvæn vopn. Jesus! An armoured vehicle of the #HongKong police tries to break into the Poly University gets literally bombarded with molotov cocktails pic.twitter.com/NDybGIXNIs— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 17, 2019 Margir óttast að komi til blóðugra átaka milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin voru nokkuð friðsamari annars staðar í borginni þar sem fólk hélst í hendur og söng þjóðlög. Aukin harka hefur færst í mótmælin í HongKong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá HongKong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Hong Kong Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í HongKong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu. Þá var múrsteinum og bensínsprengjum varpað í átt að lögreglu sem beitti táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur. Í yfirlýsingu frá háskólanum voru mótmælendur beðnir um að yfirgefa svæðið sem er sagt illa farið eftir aðgerðirnar. Mótmælendur er sagðir hafa skýlt sér á bak við regnhlífar á göngubrú hjá skólanum og síðan kveikt í hlutum sem lágu á brúnni. Úr varð mikil bál sem hamlaði aðgengi óeirðalögreglumanna að mótmælendunum. Einnig var kveikt í lögreglubifreið sem var á brúnni. Reuters fréttastofan greinir frá því að lögreglan hafi hótað því að beita skotvopnum ef „óeirðaseggir“ myndu beita lögreglu ofbeldi eða notast við bannvæn vopn. Jesus! An armoured vehicle of the #HongKong police tries to break into the Poly University gets literally bombarded with molotov cocktails pic.twitter.com/NDybGIXNIs— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 17, 2019 Margir óttast að komi til blóðugra átaka milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin voru nokkuð friðsamari annars staðar í borginni þar sem fólk hélst í hendur og söng þjóðlög. Aukin harka hefur færst í mótmælin í HongKong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá HongKong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi.
Hong Kong Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira