Þungatakmarkanir á Ölfusárbrú með tilkomu nýrrar brúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni.
Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira