Karlmaður lést í vikunni vegna ofskammts af kókaíni í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira