Fólk leiði hugann að viðbragðsaðilum og fórnarlömbum umferðarslysa Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 17. nóvember 2019 14:54 Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyss Vísir/Vilhelm Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár og fjöldi fólks slasast alvarlega. Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Í dag fór fram athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landsítalans í Fossvogi að þessu tilefni. Þetta er áttunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, sérfræðings í öryggismálum hjá Samgöngustofu. „Það er að segja þá sem að eru kallaðir til á vettvang slysa og þurfa oft við mjög erfiðar aðstæður að takast á við hlutina. Við Íslendingar eigum þessu fólki svo mikið að þakka,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.Fimm of mikið Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum en tilgangurinn dagsins er meðal annars að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um landið. „Við viljum hvetja fólk til þess að helga þennan dag því að leiða hugann að þeim viðbragðsaðilum sem að bjarga okkur og hjálpa okkur og líka leiða hugann að þeim fórnarlömbum umferðarslysa sem eru því miður svo mörg.“ Um fjögur þúsund manns láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1578 manns látist í umferðinni hér á landi frá því að fyrsta banaslysið varð í umferð hér á landi árið 1915. Nokkrir hafa látist í ár. „Þegar þessi orð eru sögð núna þá hafa fimm látist í umferðinni hér á landi, það er vitanlega fimm of mikið og það er fjöldi fólks sem hefur slasast alvarlega.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26 Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár og fjöldi fólks slasast alvarlega. Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Í dag fór fram athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landsítalans í Fossvogi að þessu tilefni. Þetta er áttunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, sérfræðings í öryggismálum hjá Samgöngustofu. „Það er að segja þá sem að eru kallaðir til á vettvang slysa og þurfa oft við mjög erfiðar aðstæður að takast á við hlutina. Við Íslendingar eigum þessu fólki svo mikið að þakka,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.Fimm of mikið Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum en tilgangurinn dagsins er meðal annars að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um landið. „Við viljum hvetja fólk til þess að helga þennan dag því að leiða hugann að þeim viðbragðsaðilum sem að bjarga okkur og hjálpa okkur og líka leiða hugann að þeim fórnarlömbum umferðarslysa sem eru því miður svo mörg.“ Um fjögur þúsund manns láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1578 manns látist í umferðinni hér á landi frá því að fyrsta banaslysið varð í umferð hér á landi árið 1915. Nokkrir hafa látist í ár. „Þegar þessi orð eru sögð núna þá hafa fimm látist í umferðinni hér á landi, það er vitanlega fimm of mikið og það er fjöldi fólks sem hefur slasast alvarlega.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26 Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26
Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46
Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40
Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49