Fólki gert auðveldara að byggja við húsnæði sitt eða breyta því Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2019 20:22 Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira