Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2019 18:00 Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. Vinnustöðvunin var sú fyrsta í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins. Málið verður þingfest í Félagsdómi næstkomandi þriðjudag. Hin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Skrif blaðamannanna vöktu mikla athygli og sendu átján vefblaðamenn mbl.is frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sinn og samstarfsmenn. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir voru fréttastjóri mbl.is og yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins. Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is,“ sagði í yfirlýsingu starfsmannanna. Alls eru 22 fréttir tilgreindar í stefnu Blaðamannafélagsins sem birtust á milli 10 og 14 síðastliðinn föstudag. Fer Blaðamannafélagið fram á það að dómurinn viðurkenni að Árvakur hafi með birtingu fréttanna brotið gegn ákvæði laga um vinnudeilur þar sem segir að óheimilt sé að stuðla að því að afstýra vinnustöðvun sem hefur verið löglega hafin með aðstoð einstakra meðlima félaga sem standa að vinnustöðvuninni. Þá krefst Blaðamannafélag Íslands að Árvakur verði dæmt til sektargreiðslu sem og greiðslu málskotnaðar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. Vinnustöðvunin var sú fyrsta í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins. Málið verður þingfest í Félagsdómi næstkomandi þriðjudag. Hin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Skrif blaðamannanna vöktu mikla athygli og sendu átján vefblaðamenn mbl.is frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sinn og samstarfsmenn. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir voru fréttastjóri mbl.is og yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins. Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is,“ sagði í yfirlýsingu starfsmannanna. Alls eru 22 fréttir tilgreindar í stefnu Blaðamannafélagsins sem birtust á milli 10 og 14 síðastliðinn föstudag. Fer Blaðamannafélagið fram á það að dómurinn viðurkenni að Árvakur hafi með birtingu fréttanna brotið gegn ákvæði laga um vinnudeilur þar sem segir að óheimilt sé að stuðla að því að afstýra vinnustöðvun sem hefur verið löglega hafin með aðstoð einstakra meðlima félaga sem standa að vinnustöðvuninni. Þá krefst Blaðamannafélag Íslands að Árvakur verði dæmt til sektargreiðslu sem og greiðslu málskotnaðar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30