Blaðamenn leggja aftur niður störf Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2019 19:00 Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Vísir/einar Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag, sem hófst klukkan 13:30. Átta stunda vinnustöðvun meðlima Blaðamannafélagsins hefst því á morgun klukkan 10. Vinnustöðvunin nær til þeirra blaðamanna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins á stærstu netmiðlum landsins; Vísi.is, mbl.is, Fréttablaðinu.is og ruv.is. Engar nýjar fréttir munu birtast á miðlinum á fyrrnefndu átta klukkustunda tímabili. Sambærileg, fjögurra stunda vinnustöðun fór fram á föstudag í síðustu viku. Starfsmenn Morgunblaðsins gengu þá í störf blaðamanna vefmiðilsins og kærði Blaðamannafélagið mbl.is því til Félagsdóms fyrir verkfallsbrot, alls 30 tilfelli. Átján blaðamenn miðilsins lýstu yfir vonbrigðum með athæfi samstarfsmanna sinna, sem þeir sögðu hafa verið með vitunda og vilja yfirmanna sinna.Enginn Félagsdómur er þó starfandi sem stendur en gengið er út frá því að hann verði fullskipaður í næstu viku. Ætla má að fyrrnefndu verkfallsbrotin verði þá tekin fyrir. Takist Blaðamannafélaginu og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná samningum á næstunni munu blaðamann aftur leggja niður störf föstudaginn 22. nóvember, þá í tólf klukkustundir frá 10 til 22. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember. Fréttir verða þó áfram sagðar á Bylgjunni á heila tímanum á morgun, venju samkvæmt. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag, sem hófst klukkan 13:30. Átta stunda vinnustöðvun meðlima Blaðamannafélagsins hefst því á morgun klukkan 10. Vinnustöðvunin nær til þeirra blaðamanna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins á stærstu netmiðlum landsins; Vísi.is, mbl.is, Fréttablaðinu.is og ruv.is. Engar nýjar fréttir munu birtast á miðlinum á fyrrnefndu átta klukkustunda tímabili. Sambærileg, fjögurra stunda vinnustöðun fór fram á föstudag í síðustu viku. Starfsmenn Morgunblaðsins gengu þá í störf blaðamanna vefmiðilsins og kærði Blaðamannafélagið mbl.is því til Félagsdóms fyrir verkfallsbrot, alls 30 tilfelli. Átján blaðamenn miðilsins lýstu yfir vonbrigðum með athæfi samstarfsmanna sinna, sem þeir sögðu hafa verið með vitunda og vilja yfirmanna sinna.Enginn Félagsdómur er þó starfandi sem stendur en gengið er út frá því að hann verði fullskipaður í næstu viku. Ætla má að fyrrnefndu verkfallsbrotin verði þá tekin fyrir. Takist Blaðamannafélaginu og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná samningum á næstunni munu blaðamann aftur leggja niður störf föstudaginn 22. nóvember, þá í tólf klukkustundir frá 10 til 22. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember. Fréttir verða þó áfram sagðar á Bylgjunni á heila tímanum á morgun, venju samkvæmt. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31