Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 21:39 Skúli Gunnar Sigfússon hefur verið ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots félagsins EK1923. vísir/gva Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is sem hefur ákæruna undir höndum. Í ákærunni segir að millifærslurnar hafi verið til þess fallnar að rýra efnahags félagsins í aðdraganda gjaldþrotsins. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, eru einnig ákærðir. Millifærslurnar sem um ræðir eru tvær ásamt framsali á kröfu. Önnur millifærslan var millifærð á reikning Sjöstjörnunnar í mars árið 2016 og hljóðaði upp á 21,3 milljónir. Skúli og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu látið millifæra upphæðina. Krafan sem um ræðir var á hendur ríkinu vegna úthlutunar á tollkvóta. Krafan var framseld til Stjörnunnar og hljóðaði heildarupphæð hennar upp á 24,6 milljónir króna, auk vaxta. Framsalið var undirritað bæði af Skúla og Guðmundi Sigurðssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjörnunnar, en í ákærunni segir að ekkert endurgjald hafi komið fyrir en að ríkið hafi fallist á hluta kröfunnar, 14,7 milljónir. Þá snýr einn ákæruliðanna að greiðslum frá félaginu EK1923 til tveggja erlendra birgja sem Guðmundur Hjaltason hafi gefið þáverandi prókúruhafa fyrirmæli um fyrir hönd Skúla. Greiðslurnar fóru fram þann 11. ágúst 2016. Eiga millifærslurnar og framsalið að hafa átt sér stað frá janúar árið 2016 og fram í ágúst sama ár en krafa um gjaldþrotaskipti var gerð þann 9. maí 2016. Var félagið síðar úrskurðað gjaldþrota þann 7. september árið 2016. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í kvöld þar sem hann taldi ekki vera búið að birta ákæruna. Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is sem hefur ákæruna undir höndum. Í ákærunni segir að millifærslurnar hafi verið til þess fallnar að rýra efnahags félagsins í aðdraganda gjaldþrotsins. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, eru einnig ákærðir. Millifærslurnar sem um ræðir eru tvær ásamt framsali á kröfu. Önnur millifærslan var millifærð á reikning Sjöstjörnunnar í mars árið 2016 og hljóðaði upp á 21,3 milljónir. Skúli og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu látið millifæra upphæðina. Krafan sem um ræðir var á hendur ríkinu vegna úthlutunar á tollkvóta. Krafan var framseld til Stjörnunnar og hljóðaði heildarupphæð hennar upp á 24,6 milljónir króna, auk vaxta. Framsalið var undirritað bæði af Skúla og Guðmundi Sigurðssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjörnunnar, en í ákærunni segir að ekkert endurgjald hafi komið fyrir en að ríkið hafi fallist á hluta kröfunnar, 14,7 milljónir. Þá snýr einn ákæruliðanna að greiðslum frá félaginu EK1923 til tveggja erlendra birgja sem Guðmundur Hjaltason hafi gefið þáverandi prókúruhafa fyrirmæli um fyrir hönd Skúla. Greiðslurnar fóru fram þann 11. ágúst 2016. Eiga millifærslurnar og framsalið að hafa átt sér stað frá janúar árið 2016 og fram í ágúst sama ár en krafa um gjaldþrotaskipti var gerð þann 9. maí 2016. Var félagið síðar úrskurðað gjaldþrota þann 7. september árið 2016. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í kvöld þar sem hann taldi ekki vera búið að birta ákæruna.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent