Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 12:12 Eldflaugum skotið frá Gasa. AP/Hatem Moussa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Ísrael Palestína Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata.
Ísrael Palestína Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira