Hljóp maraþon í öllum ríkjum heims og setur stefnuna á Ísland Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 10:50 Nick Butter og vinur hans Kevin Webber við endalok síðasta maraþonsins af 196. Mynd/Instagram Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019 Bretland Hlaup Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019
Bretland Hlaup Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira