Jón Daði: Ekkert hræddir við það að spila hérna í hávaðanum í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 13. nóvember 2019 09:30 Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þessum leik á móti Tyrkjum árið 2014. Getty/Mustafa Yalcin Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira