Segir sögu revía á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 10:00 "Revíur segja mikla sögu um stjórnmál og tíðaranda,“ segir Una Margrét, útvarpskona og rithöfundur. Fréttablaðið/Hari Revía er leikrit sem gerir grín að samtíma sínum, yfirleitt með söngvum, þar eru jafnvel nafngreindir tilteknir menn, eða hermt eftir þeim. Slík leikrit hafa verið til frá því í fornöld,“ segir Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona sem verður frummælandi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld klukkan 20.00. Beðin um smjörþefinn af boðskapnum kveðst hún byggja hann að nokkru leyti á nýútkominni bók sinni, Gullöld revíunnar. Una Margrét rekur sögu revíunnar á Íslandi aftur til ársins 1880, þegar sú fyrsta, Getjón, var sýnd á Ísafirði. „Í henni er aðallega hæðst að einum manni, Jóni Geiteying, og nafnið á greinilega að vísa til hans. Hann var vanur að uppnefna alla og var því tekinn fyrir. Um svipað leyti sýndu skólapiltar revíu í Reykjavík, sá sem samdi hana var Einar Hjörleifsson sem síðar varð þekktur undir nafninu Einar H. Kvaran. Árið 1895 samdi sjálfur Einar Benediktsson eina. Venjan var að revíur væru einungis gamanleikrit en revía Einars var alvarlegs eðlis líka, með sjálfstæðisbaráttuboðskap.“ Fyrsta revían sem varð verulega vinsæl á Íslandi hét Allt í grænum sjó en hún þótti svo ósvífin að hún var bönnuð eftir fyrstu sýningu, að sögn Unu Margrétar. „Það var einmitt Einar H. Kvaran sem krafðist þess. Hafði þó sjálfur samið revíu og þá munaði litlu að hann fengi á sig kæru,“ lýsir hún. „Blómaskeið íslenskrar revíu teljast vera tvö, frá 1923 til 1930 og 1938 til 1952. Þau tímabil eru kölluð Gullöld revíunnar,“ segir Una Margrét og telur upp þær vinsælustu. Á fyrra tímabilinu voru það Spánskar nætur og Haustrigningar og á seinna tímabilinu koma revíur eins og Fornar dyggðir, Hver maður sinn skammt, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi.“ Auk frásagnar Unu munu hljóðritanir af gömlum revíusöngvum verða fluttar í Neskirkju. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Revía er leikrit sem gerir grín að samtíma sínum, yfirleitt með söngvum, þar eru jafnvel nafngreindir tilteknir menn, eða hermt eftir þeim. Slík leikrit hafa verið til frá því í fornöld,“ segir Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona sem verður frummælandi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld klukkan 20.00. Beðin um smjörþefinn af boðskapnum kveðst hún byggja hann að nokkru leyti á nýútkominni bók sinni, Gullöld revíunnar. Una Margrét rekur sögu revíunnar á Íslandi aftur til ársins 1880, þegar sú fyrsta, Getjón, var sýnd á Ísafirði. „Í henni er aðallega hæðst að einum manni, Jóni Geiteying, og nafnið á greinilega að vísa til hans. Hann var vanur að uppnefna alla og var því tekinn fyrir. Um svipað leyti sýndu skólapiltar revíu í Reykjavík, sá sem samdi hana var Einar Hjörleifsson sem síðar varð þekktur undir nafninu Einar H. Kvaran. Árið 1895 samdi sjálfur Einar Benediktsson eina. Venjan var að revíur væru einungis gamanleikrit en revía Einars var alvarlegs eðlis líka, með sjálfstæðisbaráttuboðskap.“ Fyrsta revían sem varð verulega vinsæl á Íslandi hét Allt í grænum sjó en hún þótti svo ósvífin að hún var bönnuð eftir fyrstu sýningu, að sögn Unu Margrétar. „Það var einmitt Einar H. Kvaran sem krafðist þess. Hafði þó sjálfur samið revíu og þá munaði litlu að hann fengi á sig kæru,“ lýsir hún. „Blómaskeið íslenskrar revíu teljast vera tvö, frá 1923 til 1930 og 1938 til 1952. Þau tímabil eru kölluð Gullöld revíunnar,“ segir Una Margrét og telur upp þær vinsælustu. Á fyrra tímabilinu voru það Spánskar nætur og Haustrigningar og á seinna tímabilinu koma revíur eins og Fornar dyggðir, Hver maður sinn skammt, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi.“ Auk frásagnar Unu munu hljóðritanir af gömlum revíusöngvum verða fluttar í Neskirkju.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira