Ögmundur skilaði sér síðastur Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 14:00 Ögmundur Kristinsson. Getty/Jonas Gustafsson Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið að skila sér til Tyrklands síðustu daga þar sem íslenska landsliðið mætir heimamönnum á fimmtudagskvöldið í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2020. Fyrstu leikmennirnir komu á laugardaginn en aðrir komu síðar þar sem lið þeirra voru að spila á laugardag, sunnudag eða mánudag. Á æfingu liðsins í gær vantaði því marga leikmenn, einhverjir voru á leiðinni til Tyrklands, sumir voru nýkomnir á svæðið en aðrir voru í annars konar endurheimt upp á hóteli. Æfingin var því frekar létt og ekki taktísk. Íslensku blaðamennirnir á svæðinu fengu að fylgjast með. Í gær komu nokkrir af leikmönnunum úr rússnesku deildinni en þeir voru ekki með á æfingunni. Ragnar Sigurðsson var kominn áður og var með á æfingunni þar til að hann hætti snemma. Guðlaugur Victor Pálsson og Mikael Neville Anderson áttu að koma í gærkvöldi og þá vantaði bara einn leikmann í hópinn. Síðastur til að skila sér til móts við íslenska hópinn var markvörðurinn Ögmundur Kristinsson. Ástæðan er að hann var að spila leik með Larisa í grísku deildinni á sama tíma og íslenska landsliðið var á æfingu. Íslenska liðið æfir aftur í dag og hópurinn flýgur síðan allur saman til Istanbul eftir hádegi á morgun miðvikudag. Liðið fær síðan eina æfingu á keppnisvellinum á miðvikudagskvöldið. Það er því ekki mikill tími eða margar æfingar sem íslensku landsliðsþjálfararnir fá til að undirbúa íslenska liðið fyrir þennan leik sem er hreinlega upp á líf eða dauða. Ekkert nema sigur dugar íslenska liðinu. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið að skila sér til Tyrklands síðustu daga þar sem íslenska landsliðið mætir heimamönnum á fimmtudagskvöldið í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2020. Fyrstu leikmennirnir komu á laugardaginn en aðrir komu síðar þar sem lið þeirra voru að spila á laugardag, sunnudag eða mánudag. Á æfingu liðsins í gær vantaði því marga leikmenn, einhverjir voru á leiðinni til Tyrklands, sumir voru nýkomnir á svæðið en aðrir voru í annars konar endurheimt upp á hóteli. Æfingin var því frekar létt og ekki taktísk. Íslensku blaðamennirnir á svæðinu fengu að fylgjast með. Í gær komu nokkrir af leikmönnunum úr rússnesku deildinni en þeir voru ekki með á æfingunni. Ragnar Sigurðsson var kominn áður og var með á æfingunni þar til að hann hætti snemma. Guðlaugur Victor Pálsson og Mikael Neville Anderson áttu að koma í gærkvöldi og þá vantaði bara einn leikmann í hópinn. Síðastur til að skila sér til móts við íslenska hópinn var markvörðurinn Ögmundur Kristinsson. Ástæðan er að hann var að spila leik með Larisa í grísku deildinni á sama tíma og íslenska landsliðið var á æfingu. Íslenska liðið æfir aftur í dag og hópurinn flýgur síðan allur saman til Istanbul eftir hádegi á morgun miðvikudag. Liðið fær síðan eina æfingu á keppnisvellinum á miðvikudagskvöldið. Það er því ekki mikill tími eða margar æfingar sem íslensku landsliðsþjálfararnir fá til að undirbúa íslenska liðið fyrir þennan leik sem er hreinlega upp á líf eða dauða. Ekkert nema sigur dugar íslenska liðinu.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira