Sjóböðin á Húsavík fá nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:15 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður Sjóbaðanna á Húsavík og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á verðlaunaafhendingunni í dag. saf Sjóböðin á Húsavík hlutu í dag nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar fyrir árið 2019 en verðlaunin eru veitt ár hvert þann 11. nóvember sem er afmælisdagur Samtaka ferðaþjónustunnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti fyrirtækinu verðlaunin við hátíðlega athöfn á Center Hotels við Laugaveg í Reykjavík en auk Sjóbaðanna voru tvö önnur fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd til verðlaunanna, Hótel Ísafjörður og Icelandic Lava Show. Í tilkynningu segir að dómnefnd hafi verið einróma um að veita Sjóböðunum viðurkenninguna að þessu sinni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, var formaður dómnefndar en auk ennar sátu þau Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, og Helgi Þór Jónsson, eigandi Sponta og fulltrúi fyrirtækja innan SAF, í dómnefndinni. Í tilkynningu frá SAF vegna verðlaunanna segir um Sjóböðin á Húsavík: „Sjóböðin á Húsavík opnuðu síðla sumars árið 2018, en aðdragandinn er heldur lengri. Um miðja síðustu öld var borað eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfða. Upp kom vatn, sem reyndist vera heitur sjór sem hentaði ekki til húshitunar. Í staðinn var komið fyrir gömlu ostakari, þar sem Húsvíkingar gátu baðað sig sér til heilsubótar við kjörhitastig. Á þessum grunni voru Sjóböðin á Húsavík sett á stofn. Nú geta gestir baðað sig á höfðanum við frábærar aðstæður. Vatnið er mjög heilsusamlegt, með mjög sérstöku efnisinnhaldi, sem sýnt hefur verið fram á að hefur góð áhrif á ýmis húðvandamál. Á meðan má svo njóta náttúru og ægifagurs útsýnis yfir Skjálfandaflóa og til fjalla. Sjóböðin hafa fengið góðar viðtökur og fengið afar jákvæðar umsagnir bæði innlendra sem og erlendra gesta og hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir tilkomu Sjóbaðanna er það mál manna að ferðaþjónusta á Húsavík hafi tekið stórt stökk upp á við, þar sem þau hafa reynst sterkur segull allt árið um kring. Þau hafa án efa einnig mikla þýðingu fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í öllum landshlutanum. Sjóböðin á Húsavík eru því verðskuldaðir handhafar nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2019.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Sjóböðin á Húsavík hlutu í dag nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar fyrir árið 2019 en verðlaunin eru veitt ár hvert þann 11. nóvember sem er afmælisdagur Samtaka ferðaþjónustunnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti fyrirtækinu verðlaunin við hátíðlega athöfn á Center Hotels við Laugaveg í Reykjavík en auk Sjóbaðanna voru tvö önnur fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd til verðlaunanna, Hótel Ísafjörður og Icelandic Lava Show. Í tilkynningu segir að dómnefnd hafi verið einróma um að veita Sjóböðunum viðurkenninguna að þessu sinni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, var formaður dómnefndar en auk ennar sátu þau Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, og Helgi Þór Jónsson, eigandi Sponta og fulltrúi fyrirtækja innan SAF, í dómnefndinni. Í tilkynningu frá SAF vegna verðlaunanna segir um Sjóböðin á Húsavík: „Sjóböðin á Húsavík opnuðu síðla sumars árið 2018, en aðdragandinn er heldur lengri. Um miðja síðustu öld var borað eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfða. Upp kom vatn, sem reyndist vera heitur sjór sem hentaði ekki til húshitunar. Í staðinn var komið fyrir gömlu ostakari, þar sem Húsvíkingar gátu baðað sig sér til heilsubótar við kjörhitastig. Á þessum grunni voru Sjóböðin á Húsavík sett á stofn. Nú geta gestir baðað sig á höfðanum við frábærar aðstæður. Vatnið er mjög heilsusamlegt, með mjög sérstöku efnisinnhaldi, sem sýnt hefur verið fram á að hefur góð áhrif á ýmis húðvandamál. Á meðan má svo njóta náttúru og ægifagurs útsýnis yfir Skjálfandaflóa og til fjalla. Sjóböðin hafa fengið góðar viðtökur og fengið afar jákvæðar umsagnir bæði innlendra sem og erlendra gesta og hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir tilkomu Sjóbaðanna er það mál manna að ferðaþjónusta á Húsavík hafi tekið stórt stökk upp á við, þar sem þau hafa reynst sterkur segull allt árið um kring. Þau hafa án efa einnig mikla þýðingu fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í öllum landshlutanum. Sjóböðin á Húsavík eru því verðskuldaðir handhafar nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2019.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira