Sigmundur sáttur við svar umhverfisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 16:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður miðflokksins. vísir/vilhelm „Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira