Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 10:29 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir.Settist ofan á hana í miðjum klíðum Réttarhöld í málinu héldu áfram í nýsjálensku borginni Auckland í morgun. Þar bar vitni ung kona, sem kvaðst hafa kynnst hinum grunaða á stefnumótaforritinu Tinder, líkt og Millane. Þau hafi fyrst farið á stefnumót í mars í fyrra og aftur í nóvember sama ár, skömmu áður en Millane var myrt.Sjá einnig: „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Konan lýsti því að á seinna stefnumótinu hafi hún og maðurinn farið heim í íbúð hans og byrjað að stunda kynlíf. Í miðjum klíðum hafi maðurinn skyndilega hagrætt sér þannig að hann stóð yfir henni og að því búnu sest ofan á hana. „Hann hafði gripið í framhandleggina á mér og sett allan þrýstinginn á handleggina á mér þannig að ég gat ekki andað og gat ekki hreyft handleggina. Ég byrjaði að sparka, til að sýna að ég gæti ekki andað. Ég sparkaði kröftuglega. Hann hefði fundið fyrir því að ég berðist um. Ég var dauðhrædd.“ Hrædd um að deyja Þá lýsti konan því að hún hefði á endanum náð andanum aftur með því að snúa höfðinu. Í millitíðinni hefði hún reynt að losna með því að þykjast hafa misst meðvitund en maðurinn hefði áfram setið sem fastast. Konan taldi hann hafa setið á sér í allt að tvær mínútur og að hún hafi verið hrædd um að deyja.Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda.Skjáskot/TwitterKonan sagði manninn hafa verið kaldranalegan við sig eftir atvikið og spurt: „Þú heldur ekki að ég hafi gert þetta af ásettu ráði, er það nokkuð?“ Innt eftir því af hverju konan hefði haldið áfram samskiptum við manninn eftir stefnumótið sagðist hún ekki hafa viljað styggja hann. Hann hefði til að mynda tjáð henni að hann væri viðriðinn glæpagengi og hefði „gengið í skrokk á“ fólki á skemmtistöðum í borginni.Spjallaði við konuna milli Google-leita Maðurinn bað konuna um að hitta sig aftur þann 1. desember síðastliðinn, sama dag og hann fór á stefnumót með Millane. Hún afþakkaði boðið. Þá kom fram fyrir dómi að maðurinn hefði verið í samskiptum við konuna um hálftíma áður en hann hitti Millane og svo aftur snemma morguninn eftir, á milli þess sem hann leitaði að „dauðastirðnun“ og „Waitakere-fjallgarðinum“ á netinu. Lík Millane fannst við téðan fjallgarð í útjaðri Auckland um viku síðar. Önnur kona bar einnig vitni fyrir dómi í málinu í dag. Sú kynntist manninum einnig á Tinder og sagðist hafa hafnað boði hans um stefnumót. Hún sagði að maðurinn hefði verið óþægilegur og aðgangsharður og lýst yfir vilja til kynlífsathafna, sem konunni þóknaðist ekki. Þannig hefði hann tjáð henni að hann væri hrifinn af því að þrengja að öndunarvegi bólfélaga sinna og vildi drottna yfir þeim.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir.Settist ofan á hana í miðjum klíðum Réttarhöld í málinu héldu áfram í nýsjálensku borginni Auckland í morgun. Þar bar vitni ung kona, sem kvaðst hafa kynnst hinum grunaða á stefnumótaforritinu Tinder, líkt og Millane. Þau hafi fyrst farið á stefnumót í mars í fyrra og aftur í nóvember sama ár, skömmu áður en Millane var myrt.Sjá einnig: „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Konan lýsti því að á seinna stefnumótinu hafi hún og maðurinn farið heim í íbúð hans og byrjað að stunda kynlíf. Í miðjum klíðum hafi maðurinn skyndilega hagrætt sér þannig að hann stóð yfir henni og að því búnu sest ofan á hana. „Hann hafði gripið í framhandleggina á mér og sett allan þrýstinginn á handleggina á mér þannig að ég gat ekki andað og gat ekki hreyft handleggina. Ég byrjaði að sparka, til að sýna að ég gæti ekki andað. Ég sparkaði kröftuglega. Hann hefði fundið fyrir því að ég berðist um. Ég var dauðhrædd.“ Hrædd um að deyja Þá lýsti konan því að hún hefði á endanum náð andanum aftur með því að snúa höfðinu. Í millitíðinni hefði hún reynt að losna með því að þykjast hafa misst meðvitund en maðurinn hefði áfram setið sem fastast. Konan taldi hann hafa setið á sér í allt að tvær mínútur og að hún hafi verið hrædd um að deyja.Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda.Skjáskot/TwitterKonan sagði manninn hafa verið kaldranalegan við sig eftir atvikið og spurt: „Þú heldur ekki að ég hafi gert þetta af ásettu ráði, er það nokkuð?“ Innt eftir því af hverju konan hefði haldið áfram samskiptum við manninn eftir stefnumótið sagðist hún ekki hafa viljað styggja hann. Hann hefði til að mynda tjáð henni að hann væri viðriðinn glæpagengi og hefði „gengið í skrokk á“ fólki á skemmtistöðum í borginni.Spjallaði við konuna milli Google-leita Maðurinn bað konuna um að hitta sig aftur þann 1. desember síðastliðinn, sama dag og hann fór á stefnumót með Millane. Hún afþakkaði boðið. Þá kom fram fyrir dómi að maðurinn hefði verið í samskiptum við konuna um hálftíma áður en hann hitti Millane og svo aftur snemma morguninn eftir, á milli þess sem hann leitaði að „dauðastirðnun“ og „Waitakere-fjallgarðinum“ á netinu. Lík Millane fannst við téðan fjallgarð í útjaðri Auckland um viku síðar. Önnur kona bar einnig vitni fyrir dómi í málinu í dag. Sú kynntist manninum einnig á Tinder og sagðist hafa hafnað boði hans um stefnumót. Hún sagði að maðurinn hefði verið óþægilegur og aðgangsharður og lýst yfir vilja til kynlífsathafna, sem konunni þóknaðist ekki. Þannig hefði hann tjáð henni að hann væri hrifinn af því að þrengja að öndunarvegi bólfélaga sinna og vildi drottna yfir þeim.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02