Sjaldgæf játning í nauðgunarmáli færði honum mildari dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:31 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Hanna Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira