„Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. nóvember 2019 18:45 Lággjaldaflugfélagið Play ætlar sér að ná fram margvíslegri hagræðingu í rekstri félagsins. Play Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. Útgjöld á næstu þremur árum eiga að vera 9 milljörðum lægri samanborið við WOW air. Play kynnti sig fyrir fjárfestum í upphafi mánaðar sem fyrsta alvöru lággjaldaflugfélagið á Íslandi, eða eins og sagði á einni glæru fjárfestakynningar Play:Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki Forstjóri félagsins lagði einnig áherslu á kostnaðaraðhald á blaðamannafundi á þriðjudag. Áhersla félagsins á stundvísi og einfaldleika muni draga úr kostnaði, sem svo skili sér í lægra verði til neytenda. „Svo erum við lággjaldaflugfélag og við höfum unnið rosalega vel að samningagerð og að halda kostnaði á réttum stað. Þannig að við ætlum að bjóða upp á hagstæð verð frá fyrsta degi,“ sagði Arnar Már Magnússon á þriðjudag.Helmingi minni yfirbygging Í fjárfestakynningu flugfélagsins er sagt að þessir samningar muni spara félaginu alls 70 milljónir dala á næstu þremur árum, næstum 9 milljarða króna, samanborið við samningana sem WOW air gerði á sínum tíma. Þannig ætlar Play að útvista viðhaldi og flugafgreiðslu í Keflavík til þriðja aðila, sem mun lækka kostnað um 3 milljarða. Þá þurfi Play ekki að leggja út í 1900 milljóna króna þjálfunarkostnað, WOW air hafi staðið straum af þeim kostnaði, auk þess sem ný vefsíða og bókunarvél félagsins muni lækka kostnað um 440 milljónir.Sjá einnig: Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Mesti sparnaðurinn verður þó á starfsmannahliðinni ef marka má fjárfestakynninguna. Hagstæðari kjarasamningar og færri starfsmenn muni spara félaginu sjö milljarða á næstu þremur árum. Launakostnaður vegna flugmanna verður að meðaltali 500 þúsund krónum lægri á mánuði en var hjá WOW air, og allt að 260 þúsund krónum lægri fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Ekki er þó um hreina launalækkun að ræða heldur felur kjarasamningurinn í sér ýmsar hagræðingar og tilfærslur; til að mynda verður girt fyrir kaup á frídögum, lífeyrisgreiðslur verða við lögbundið lágmark auk þess sem bílastyrkir koma í stað rútuferða til Keflavíkur. Að auki ætlar flugfélagi ekki að vera með fleiri en 50 starfsmenn fyrir hverja flugvél í flotanum, samanborið við 75 hjá WOW og rúmlega 100 hjá Icelandair.Talsmaður Play sagði við Vísi á föstudag að þrátt fyrir fyrrnefndan sparnað muni félagið bjóða upp á góð laun og ýmis fríðindi. Það sé liður í því að gera Play að góðum vinnustað, en um 2000 manns hafa þegar sótt um störf hjá flugfélaginu. Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. Útgjöld á næstu þremur árum eiga að vera 9 milljörðum lægri samanborið við WOW air. Play kynnti sig fyrir fjárfestum í upphafi mánaðar sem fyrsta alvöru lággjaldaflugfélagið á Íslandi, eða eins og sagði á einni glæru fjárfestakynningar Play:Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki Forstjóri félagsins lagði einnig áherslu á kostnaðaraðhald á blaðamannafundi á þriðjudag. Áhersla félagsins á stundvísi og einfaldleika muni draga úr kostnaði, sem svo skili sér í lægra verði til neytenda. „Svo erum við lággjaldaflugfélag og við höfum unnið rosalega vel að samningagerð og að halda kostnaði á réttum stað. Þannig að við ætlum að bjóða upp á hagstæð verð frá fyrsta degi,“ sagði Arnar Már Magnússon á þriðjudag.Helmingi minni yfirbygging Í fjárfestakynningu flugfélagsins er sagt að þessir samningar muni spara félaginu alls 70 milljónir dala á næstu þremur árum, næstum 9 milljarða króna, samanborið við samningana sem WOW air gerði á sínum tíma. Þannig ætlar Play að útvista viðhaldi og flugafgreiðslu í Keflavík til þriðja aðila, sem mun lækka kostnað um 3 milljarða. Þá þurfi Play ekki að leggja út í 1900 milljóna króna þjálfunarkostnað, WOW air hafi staðið straum af þeim kostnaði, auk þess sem ný vefsíða og bókunarvél félagsins muni lækka kostnað um 440 milljónir.Sjá einnig: Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Mesti sparnaðurinn verður þó á starfsmannahliðinni ef marka má fjárfestakynninguna. Hagstæðari kjarasamningar og færri starfsmenn muni spara félaginu sjö milljarða á næstu þremur árum. Launakostnaður vegna flugmanna verður að meðaltali 500 þúsund krónum lægri á mánuði en var hjá WOW air, og allt að 260 þúsund krónum lægri fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Ekki er þó um hreina launalækkun að ræða heldur felur kjarasamningurinn í sér ýmsar hagræðingar og tilfærslur; til að mynda verður girt fyrir kaup á frídögum, lífeyrisgreiðslur verða við lögbundið lágmark auk þess sem bílastyrkir koma í stað rútuferða til Keflavíkur. Að auki ætlar flugfélagi ekki að vera með fleiri en 50 starfsmenn fyrir hverja flugvél í flotanum, samanborið við 75 hjá WOW og rúmlega 100 hjá Icelandair.Talsmaður Play sagði við Vísi á föstudag að þrátt fyrir fyrrnefndan sparnað muni félagið bjóða upp á góð laun og ýmis fríðindi. Það sé liður í því að gera Play að góðum vinnustað, en um 2000 manns hafa þegar sótt um störf hjá flugfélaginu.
Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30
Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45