Heimamenn í Ólympíubænum Sochi komust yfir á sjöundu mínútu en CSKA jafnaði metin með sjálfsmarki eftri stundarfjórðung. Sochi-menn komust yfir úr vítaspyrnu fyrir hlé.
#CSKA XI for the game in Sochi pic.twitter.com/2SUETGuctE
— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) November 10, 2019
Ivan Oblyakov jafnaði metin fyrir CSKA á 52. mínútu og þremur mínútum síðar var það hinn funheiti Fedor Chalov sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 3-2.
Mikilvægur sigur CSKA sem er nú í 3. sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum á eftir Zenit frá Pétursborg. Rostov er í 2. sætinu, einnig með 30 stig.