Ungmenni mótmæltu svörtum föstudegi á Glerártorgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“ Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“
Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03