Hafsjór af tækifærum Davíð Stefánsson skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Bláa hagkerfið er talið geta þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða. Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára. Fréttablaðið/Anton Brink Bláa hagkerfið, eða öll starfsemi sem við kemur hafinu í kringum Ísland, getur þrefaldast að umfangi á næstu tveimur áratugum. Í bláa hagkerfinu felast því mörg tækifæri til að skapa verðmæti og áhugaverð störf til framtíðar. Þetta er m.a. það sem kemur fram í nýju riti Íslenska sjávarklasans sem nefnist „Bak við yztu sjónarrönd“ og kemur út innan tíðar. „Bróðurpartur veltu bláa hagkerfisins í dag er tengdur hefðbundnum fiskveiðum,“ segir Þór Sigfússon sem er annar höfunda ritsins ásamt Þórlindi Kjartanssyni. „Að mati okkar kann að vera að allt að helmingur veltu bláa hagkerfisins sé lítið eða ekkert tengdur sjávarútvegi innan 20 ára. Nýjar atvinnugreinar, sem nýta auðlindir hafsins, munu skjóta enn frekar rótum og verða fyrirferðarmiklar á komandi árum ef rétt er á málum haldið,“ segir Þór. „Tækifærin liggja meðal annars í aukinni fiskirækt, líftækni, fullvinnslu aukaafurða, vaxandi stofnum nýrra veiðitegunda við Ísland eins og skelfiski, nýtingu þara og ræktun þörunga svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir ógnanirnar felast fyrst og fremst í aukinni mengun í hafinu í kringum Ísland, hitnun og súrnun sjávar og plastmengun.Í ritinu eru nefnd nokkur atriði sem leggja ber kapp á til að efla enn frekar bláa hagkerfið. Þar er meðal annars nefnt mikilvægi þess að Íslendingar skynji þau tækifæri sem felast í því að taka sér stöðu sem forystuland í nýsköpun og umhverfisvernd. Þá þarf að efla rannsóknir og menntun á þessum sviðum, styrkja enn frekar samkeppnissjóði, treysta hafréttarlega stöðu Íslands og efla nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið hérlendis.Umhverfismál í brennidepli Spurningar sem settar eru fram í ritinu lúta að því hvernig bláa hagkerfið á Íslandi komi til með að líta út eftir fáeina áratugi. Verða nýjar fisktegundir áberandi, hvaða áhrif hefur aukin súrnun sjávar á hafið okkar, verða þari eða skelfiskur orðnir verðmætari en núverandi sjávarauðlindir? Munum við keppa í auknum mæli við grænkerafisk sem búinn er til á landi? En stærsta spurningin er því hvort við verðum þekkt sem fiskveiðiþjóðin sem býr við ríkar og hreinar sjávarauðlindir eða þjóðin í súra hafinu? Mark Kurlansky, höfundur „Ævisaga þorsksins; fiskurinn sem breytti heiminum“, er einn af 26 álitsgjöfum sem skrifa í ritið. Mark segir þar meðal annars: „Engir hafa sterkari röksemdir fyrir því að bjarga þorskinum heldur en Íslendingar, þar sem bæði efnahagur og menning eru háð honum. Og ég efast um að nokkur hafi barist harðar fyrir því að bjarga honum. Í dag getum við saknað þeirra tíma þegar ábyrg stjórnun fiskveiða var fullnægjandi. Það er ekki lengur nóg,“ segir Mark. Hann segir að hinn ískyggilegi sannleikur sé að Norður-Atlantshafið geti ekki lengur séð öllum sínum fiski fyrir æti. Þetta muni hafa sérstök áhrif á stærri fiska, eins og þorskinn.Þrefaldast bláa hagkerfið á næstu 20 árum? Í ritinu er rætt um líklega þróun í veltu einstakra greina sem tengjast bláa hagkerfinu hérlendis næstu tvo áratugina. Sú spá byggist bæði á áætlunum sem gerðar hafa verið um veltuaukningu þessara atvinnugreina á heimsvísu og á viðtölum við ýmsa frumkvöðla og forsvarsmenn fyrirtækja hérlendis. „Bláa hagkerfið talið geta þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða,“ segir Þór. „Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára.“ Þór segir að með útgáfunni sé verið að kynna tugi hugmynda um áhugaverð tækifæri fyrir hugvitsfólk til að hagnýta hafsins gæði og skapa um leið verðmæti og spennandi störf. Þá eru raktar í ritinu mikilvægustu leiðir til að efla Ísland sem leiðandi þjóð í haftengdum greinum. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Bláa hagkerfið, eða öll starfsemi sem við kemur hafinu í kringum Ísland, getur þrefaldast að umfangi á næstu tveimur áratugum. Í bláa hagkerfinu felast því mörg tækifæri til að skapa verðmæti og áhugaverð störf til framtíðar. Þetta er m.a. það sem kemur fram í nýju riti Íslenska sjávarklasans sem nefnist „Bak við yztu sjónarrönd“ og kemur út innan tíðar. „Bróðurpartur veltu bláa hagkerfisins í dag er tengdur hefðbundnum fiskveiðum,“ segir Þór Sigfússon sem er annar höfunda ritsins ásamt Þórlindi Kjartanssyni. „Að mati okkar kann að vera að allt að helmingur veltu bláa hagkerfisins sé lítið eða ekkert tengdur sjávarútvegi innan 20 ára. Nýjar atvinnugreinar, sem nýta auðlindir hafsins, munu skjóta enn frekar rótum og verða fyrirferðarmiklar á komandi árum ef rétt er á málum haldið,“ segir Þór. „Tækifærin liggja meðal annars í aukinni fiskirækt, líftækni, fullvinnslu aukaafurða, vaxandi stofnum nýrra veiðitegunda við Ísland eins og skelfiski, nýtingu þara og ræktun þörunga svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir ógnanirnar felast fyrst og fremst í aukinni mengun í hafinu í kringum Ísland, hitnun og súrnun sjávar og plastmengun.Í ritinu eru nefnd nokkur atriði sem leggja ber kapp á til að efla enn frekar bláa hagkerfið. Þar er meðal annars nefnt mikilvægi þess að Íslendingar skynji þau tækifæri sem felast í því að taka sér stöðu sem forystuland í nýsköpun og umhverfisvernd. Þá þarf að efla rannsóknir og menntun á þessum sviðum, styrkja enn frekar samkeppnissjóði, treysta hafréttarlega stöðu Íslands og efla nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið hérlendis.Umhverfismál í brennidepli Spurningar sem settar eru fram í ritinu lúta að því hvernig bláa hagkerfið á Íslandi komi til með að líta út eftir fáeina áratugi. Verða nýjar fisktegundir áberandi, hvaða áhrif hefur aukin súrnun sjávar á hafið okkar, verða þari eða skelfiskur orðnir verðmætari en núverandi sjávarauðlindir? Munum við keppa í auknum mæli við grænkerafisk sem búinn er til á landi? En stærsta spurningin er því hvort við verðum þekkt sem fiskveiðiþjóðin sem býr við ríkar og hreinar sjávarauðlindir eða þjóðin í súra hafinu? Mark Kurlansky, höfundur „Ævisaga þorsksins; fiskurinn sem breytti heiminum“, er einn af 26 álitsgjöfum sem skrifa í ritið. Mark segir þar meðal annars: „Engir hafa sterkari röksemdir fyrir því að bjarga þorskinum heldur en Íslendingar, þar sem bæði efnahagur og menning eru háð honum. Og ég efast um að nokkur hafi barist harðar fyrir því að bjarga honum. Í dag getum við saknað þeirra tíma þegar ábyrg stjórnun fiskveiða var fullnægjandi. Það er ekki lengur nóg,“ segir Mark. Hann segir að hinn ískyggilegi sannleikur sé að Norður-Atlantshafið geti ekki lengur séð öllum sínum fiski fyrir æti. Þetta muni hafa sérstök áhrif á stærri fiska, eins og þorskinn.Þrefaldast bláa hagkerfið á næstu 20 árum? Í ritinu er rætt um líklega þróun í veltu einstakra greina sem tengjast bláa hagkerfinu hérlendis næstu tvo áratugina. Sú spá byggist bæði á áætlunum sem gerðar hafa verið um veltuaukningu þessara atvinnugreina á heimsvísu og á viðtölum við ýmsa frumkvöðla og forsvarsmenn fyrirtækja hérlendis. „Bláa hagkerfið talið geta þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða,“ segir Þór. „Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára.“ Þór segir að með útgáfunni sé verið að kynna tugi hugmynda um áhugaverð tækifæri fyrir hugvitsfólk til að hagnýta hafsins gæði og skapa um leið verðmæti og spennandi störf. Þá eru raktar í ritinu mikilvægustu leiðir til að efla Ísland sem leiðandi þjóð í haftengdum greinum.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira