Leikiirnir í umspilinu fara fram dagana 26. mars (undanúrslit) og 31. mars (úrslitaleikur) en takist íslenska liðinu að leggja Rúmeníu í undanúrslitaleiknum bíður úrslitaleikur við annað hvort Búlgaríu eða Ungverjaland.
Knattspyrnusamband Íslands er nú að vinna að undirbúningi leikjanna og meðal verkefna er undirbúningur miðasölu á heimaleikinn 26. mars.
Ársmiðahafar og haustmiðahafar í forgangi https://t.co/DIdV15sh5R
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 28, 2019
KSÍ segir í frétt á heimasíðu sinni að upplýsingum um miðasöluna verði vonandi hægt að birta í desember. KSÍ getur þó staðfest nú þegar að ársmiðahafar og haustmiðahafar á leiki Íslands í undankeppni EM verða í forgangi þegar miðasala opnar.
Miðasölunni verður skipt í þrjú þrep. Í fyrsta þrepi miðasölu verður ársmiðahöfum* boðið að kaupa miða, í öðru þrepi bætast haustmiðahafar** og í þriðja þrepi verður opnað fyrir almenna sölu.
Ársmiðahafar keyptu kort sem gilti á alla heimaleiki Íslands í undankeppninni (5 leikir) en haustmiðahafar keyptu miða á alla heimaleiki Íslands í haustpakka (3 leikir).