Réðst á konu í hesthúsi og gerði gat á höfuð hennar með skeifu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:59 Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira