Ungverjar draga sig úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 17:57 Conchita Wurst vakti mikla athygli þegar hún keppti í Eurovision en hún sigraði keppnina árið 2013. Conchitu var mikið fagnað meðal hinseginfólks í Evrópu. getty/Ragnar Singsaas Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina. Eurovision Ungverjaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina.
Eurovision Ungverjaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira