Lækka leiguverð til að halda í leigjendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 12:20 Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, á þinginu í dag. Íbúðalánasjóður Innkoma Bjargs íbúðafélags á leigumarkaðinn hefur strax haft áhrif á leiguverð á markaðnum. Þannig hafa leigusalar á almennum markaði lækkað leiguverð til þess að halda í leigjendur, frekar en að missa þá. Þetta kom fram í máli Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags ASÍ og BSRB á Húsnæðisþingi sem nú stendur yfir á Hilton hótelinu. Mikil kjarabót Bjarg var stofnað á grunni laga um almennar íbúðir fyrir þremur árum. Hugmyndin með félaginu er að fólk í lægri tekjuþrepum gæti leigt öruggt húsnæði á viðunandi kjörum, samkvæmt ákveðnum reglum. Leiguverðið er að mati Björns gríðarleg kjarabót fyrir fólk, þar sem getur munað tugum þúsunda í hverjum mánuði á leiguverði hjá Bjargi og því sem gengur og gerist á almennum markaði. „Þetta er ein mesta kjarabót sem þeir tekjuminni geta fengið”, sagði Björn.Halda fast í leigjendur Hann benti á að nú hafi þegar verið afhentar 152 íbúðir og að yfir 300 væru í byggingu. Von væri á enn fleiri íbúðum frá Bjargi á næstu árum og í rauninni væru umsvif félagsins allt að því á pari við nýjan Landspítala. Innkoma Bjargs á markaðinn hefði hins vegar haft þegar haft óviðbúin en jákvæð áhrif fyrir leigjendur.Frá húsnæðisþinginu í dag.Íbúðalánasjóður„Þetta hefur strax haft áhrif á leiguverð á almennum markaði. Við sjáum að leigutakar sem voru búnir að fá íbúð hjá okkur koma og segja að leigusalinn hafi ekki viljað missa þá, svo þeir lækkuðu leiguna. Þessu gerðum við ekki ráð fyrir. Þetta er óvænt,” segir Björn.Munar um fermetrana Í máli Björns á þinginu kom fram að til að geta boðið lægra leiguverð byggi Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir, íbúðir sem takmarkað framboð hafi verið af á markaði. Að minnka íbúð um 20 fermetra geti lækkað leigu um fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Leiguverð fyrir þriggja herbergja 68 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu hjá Bjargi er um 160 þúsund krónur að sögn Björns. Á almennum leigumarkaði sé leiguverð fyrir sömu fermetra, oftast tveggja herbegja íbúð, yfir 200 þúsund.Streymi frá húsnæðisþinginu má sjá hér. Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Sjá meira
Innkoma Bjargs íbúðafélags á leigumarkaðinn hefur strax haft áhrif á leiguverð á markaðnum. Þannig hafa leigusalar á almennum markaði lækkað leiguverð til þess að halda í leigjendur, frekar en að missa þá. Þetta kom fram í máli Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags ASÍ og BSRB á Húsnæðisþingi sem nú stendur yfir á Hilton hótelinu. Mikil kjarabót Bjarg var stofnað á grunni laga um almennar íbúðir fyrir þremur árum. Hugmyndin með félaginu er að fólk í lægri tekjuþrepum gæti leigt öruggt húsnæði á viðunandi kjörum, samkvæmt ákveðnum reglum. Leiguverðið er að mati Björns gríðarleg kjarabót fyrir fólk, þar sem getur munað tugum þúsunda í hverjum mánuði á leiguverði hjá Bjargi og því sem gengur og gerist á almennum markaði. „Þetta er ein mesta kjarabót sem þeir tekjuminni geta fengið”, sagði Björn.Halda fast í leigjendur Hann benti á að nú hafi þegar verið afhentar 152 íbúðir og að yfir 300 væru í byggingu. Von væri á enn fleiri íbúðum frá Bjargi á næstu árum og í rauninni væru umsvif félagsins allt að því á pari við nýjan Landspítala. Innkoma Bjargs á markaðinn hefði hins vegar haft þegar haft óviðbúin en jákvæð áhrif fyrir leigjendur.Frá húsnæðisþinginu í dag.Íbúðalánasjóður„Þetta hefur strax haft áhrif á leiguverð á almennum markaði. Við sjáum að leigutakar sem voru búnir að fá íbúð hjá okkur koma og segja að leigusalinn hafi ekki viljað missa þá, svo þeir lækkuðu leiguna. Þessu gerðum við ekki ráð fyrir. Þetta er óvænt,” segir Björn.Munar um fermetrana Í máli Björns á þinginu kom fram að til að geta boðið lægra leiguverð byggi Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir, íbúðir sem takmarkað framboð hafi verið af á markaði. Að minnka íbúð um 20 fermetra geti lækkað leigu um fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Leiguverð fyrir þriggja herbergja 68 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu hjá Bjargi er um 160 þúsund krónur að sögn Björns. Á almennum leigumarkaði sé leiguverð fyrir sömu fermetra, oftast tveggja herbegja íbúð, yfir 200 þúsund.Streymi frá húsnæðisþinginu má sjá hér.
Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Sjá meira