Þorsteinn Már hættir í stjórn tveggja breskra félaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 17:30 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann hefur nú hætt í stjórn tveggja breskra félaga. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sagt sig úr stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga, annars vegar Seagold og hins vegar UK Fisheries. Frá þessu greinir norski miðillinn Intrafish sem sérhæfir sig í fréttum um sjávarútveg. Þar kemur fram að útgerðarfyrirtækið Samherji eigi helmingshlut í UK Fisheries á móti hollenska félaginu Parlevliet van der Plas. Seagold er félag í eigu Samherja sem sér um markaðssetningu og sölu á vörum dótturfélags Samherja, Ice-Fresh Seafood, í Bretlandi en fyrr í dag greindi Undercurrent News frá því að breska verslunarkeðjan Sainsbury's sé hætt að kaupa frosinn fisk af umræddu dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðunin er ekki sögð tengjast Samherjamálinu og en hún var tekin áður en málið kom upp, að því er fram kemur í fréttinni. Þar kemur einnig fram að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood. Verslunarkeðjan fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim. Fyrr í mánuðinum greindi Þorsteinn Már frá því að hann ætlaði að stíga til hliðar tímabundið sem forstjóri Samherja en Björgólfur Jóhannsson tók við sem settur forstjóri útgerðarfyrirtækisins. Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sagt sig úr stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga, annars vegar Seagold og hins vegar UK Fisheries. Frá þessu greinir norski miðillinn Intrafish sem sérhæfir sig í fréttum um sjávarútveg. Þar kemur fram að útgerðarfyrirtækið Samherji eigi helmingshlut í UK Fisheries á móti hollenska félaginu Parlevliet van der Plas. Seagold er félag í eigu Samherja sem sér um markaðssetningu og sölu á vörum dótturfélags Samherja, Ice-Fresh Seafood, í Bretlandi en fyrr í dag greindi Undercurrent News frá því að breska verslunarkeðjan Sainsbury's sé hætt að kaupa frosinn fisk af umræddu dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðunin er ekki sögð tengjast Samherjamálinu og en hún var tekin áður en málið kom upp, að því er fram kemur í fréttinni. Þar kemur einnig fram að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood. Verslunarkeðjan fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim. Fyrr í mánuðinum greindi Þorsteinn Már frá því að hann ætlaði að stíga til hliðar tímabundið sem forstjóri Samherja en Björgólfur Jóhannsson tók við sem settur forstjóri útgerðarfyrirtækisins. Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17
Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01