Rafhjólin sem borgarbúar fengu lánuð breyttu ferðahegðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 14:05 Þátttakendur voru líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda verkefnisins. Alls sóttu 1017 íbúar Reykjavíkur, úr hinum ýmsu hverfum, um þátttöku í verkefninu. Miðað var að því að lána rafhjól í fimm til sex vikur og kanna hvort þau gætu breytt ferðahegðun þátttakenda og gert samgöngur umhverfisvænni. Að lokum voru umsóknir 125 íbúa samþykktar og voru þrjár vefkannanir lagðar fyrir þá: ein áður en þeir fengu rafhjólið, önnur um það bil fjórum til átta vikum eftir að rafhjólinu var skilað og síðasta könnunin í lok júní þessa árs. Í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Reykjavíkurborgar segir að áður en lánstímabilið hófst hafi 85 prósent þátttakenda notað bíl að jafnaði til að komast til og frá vinnu. Ári síðar, eða sumarið 2019, var þessi tala komin niður í 58 prósent meðal þátttakenda. Enginn þátttakenda notaði rafhjól til að komast í og úr vinnu áður en verkefnið hófst en sumarið 2019 var talan komin upp í 21 prósent. Mynd/Reykjavíkurborg Haft er eftir Kristni J. Eysteinssyni, verkefnisstjóra samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði, að niðurstöðurnar lofi góðu um breytingar. Þá sé hann spenntur að sjá hverjar niðurstöðurnar verði fyrir sumarið 2019, þegar sami fjöldi íbúa fékk rafhjól til afnota og árið áður. Þá hafi niðurstöðurnar einnig bent til þess að fólk upplifi sig jafnöruggt á rafhjóli og á venjulegu hjóli. Rafhjólanotkunin hafi jafnframt haft jákvæð áhrif á bæði heilsu og líðan þátttakenda og þeir talið sig ólíklegri til að notast við einkabíl eftir reynslu sína af rafhjóli. Þá voru þátttakendur líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöðurnar eru birtar sama dag og frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla var samþykkt í ríkisstjórn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að helstu nýmæli frumvarpsins séu að auðvelda fólki kaup á hvers kyns vistvænum hjólum. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi verður felldur brott virðisaukaskattur af rafmagnsreiðhjólum og öðrum reiðhjólum, upp að ákveðnu marki. Þannig er gert ráð fyrir að hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum verði 96 þúsund krónur en 48 þúsund fyrir reiðhjól. Þessi upphæð var tvöfölduð eftir að farið var yfir umsagnir sem bárust um málið í samráðsgátt stjórnvalda. Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42 „Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda verkefnisins. Alls sóttu 1017 íbúar Reykjavíkur, úr hinum ýmsu hverfum, um þátttöku í verkefninu. Miðað var að því að lána rafhjól í fimm til sex vikur og kanna hvort þau gætu breytt ferðahegðun þátttakenda og gert samgöngur umhverfisvænni. Að lokum voru umsóknir 125 íbúa samþykktar og voru þrjár vefkannanir lagðar fyrir þá: ein áður en þeir fengu rafhjólið, önnur um það bil fjórum til átta vikum eftir að rafhjólinu var skilað og síðasta könnunin í lok júní þessa árs. Í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Reykjavíkurborgar segir að áður en lánstímabilið hófst hafi 85 prósent þátttakenda notað bíl að jafnaði til að komast til og frá vinnu. Ári síðar, eða sumarið 2019, var þessi tala komin niður í 58 prósent meðal þátttakenda. Enginn þátttakenda notaði rafhjól til að komast í og úr vinnu áður en verkefnið hófst en sumarið 2019 var talan komin upp í 21 prósent. Mynd/Reykjavíkurborg Haft er eftir Kristni J. Eysteinssyni, verkefnisstjóra samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði, að niðurstöðurnar lofi góðu um breytingar. Þá sé hann spenntur að sjá hverjar niðurstöðurnar verði fyrir sumarið 2019, þegar sami fjöldi íbúa fékk rafhjól til afnota og árið áður. Þá hafi niðurstöðurnar einnig bent til þess að fólk upplifi sig jafnöruggt á rafhjóli og á venjulegu hjóli. Rafhjólanotkunin hafi jafnframt haft jákvæð áhrif á bæði heilsu og líðan þátttakenda og þeir talið sig ólíklegri til að notast við einkabíl eftir reynslu sína af rafhjóli. Þá voru þátttakendur líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöðurnar eru birtar sama dag og frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla var samþykkt í ríkisstjórn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að helstu nýmæli frumvarpsins séu að auðvelda fólki kaup á hvers kyns vistvænum hjólum. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi verður felldur brott virðisaukaskattur af rafmagnsreiðhjólum og öðrum reiðhjólum, upp að ákveðnu marki. Þannig er gert ráð fyrir að hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum verði 96 þúsund krónur en 48 þúsund fyrir reiðhjól. Þessi upphæð var tvöfölduð eftir að farið var yfir umsagnir sem bárust um málið í samráðsgátt stjórnvalda.
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42 „Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42
„Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00