Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 4. desember sýnir hún hvernig á að gera flöskuskreytingu með textanum JÓL. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirKannist þið við að sjá eitthvað, og vita um leið að þið verðið að gera eins? Þá er ég ekki að tala um að falsa málverk, eða endurskrifa bók, ég er að tala um föndur. Þannig var það með þetta verkefni. Ég sá það og ég hreinlega varð að gera eins. Og ef ég á að vera hreinskilin þá er ég mjög fegin að ég gerði það vegna þess að þetta kom ótrúlega krúttlega út. Ég byrjaði á því að verða mér úti um þrjár svona safaflöskur. Þegar ég var búin að þrífa þær þá málaði ég þær hvítar. Ég notaði kalk málingu eða chalk paint, ég mæli ekki með þessari venjulegu akrýl málningu fyrir þetta, sú málning og glerið eiga ekki samleið. En ef þú átt ekki kalk málningu þá getur þú alltaf spreyjað flöskurnar hvítar eða í þeim lit sem þig langar í.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg átti þessa tré-stafi, en smá vandamál, ég átti ekki L. En neyðin kenndi nöktu konunni að spinna og hún bankaði á öxlina á stafafátæku konunni og hvíslaði ef þú tekur T. klippir það til og snýr því á holf þá ertu komin með L. Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞannig að eftir smá klipp þá var ég komin með JÓL, ég meira að segja gat notað smá af því sem ég klippti af T-inu fyrir kommuna ofan á O-ið. Stafirnir voru svo málaði rauðir.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo borða, tók fram límbyssuna mína, límdi borðann ofarlega á flöskurnar og stafina þar ofan á. Svo tók ég smá reipi og setti utan um stútinn, með smá hjálp frá límbyssunni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að kassanum utan um flöskurnar, vegna þess að allar flöskur þurfa að eignast kassa, ekki satt? Ég mældi og sagaði til viðarplötu og málningahrærispýtur, ég leitaði aðeins í kassann þar sem ég geymi tréhlutina mína, fann þessi prik sem ég klippti niður í fjóra hluta.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar allt var orðið hæfilega langt þá tók ég bor og sagaði aðeins í öll hornin á viðarplötunni, svo að prikin hefðu einhvern stað til að setjast. Ég málaði allt grátt, festi prikin ofan í holurnar með trélími, spýturnar á prikin og kassinn tilbúinn, sko þegar viðarlímið var orðið þurrt.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo er bara að finna eitthvað sætt og jólalegt til að skreyta flöskurnar með, ég notaði skraut sem ég fann í Rúmfatalagernum, og þú ert komin með jólaskraut sem kostaði ekki neitt. Ef þú átt ekki föndurlager eins og ég þá gæti þetta kostað þig eitthvað, en þú verður að viðurkenna það, þetta er krúttlegt.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 „Þetta er í genunum hjá mér“ Kristbjörg Ólafsdóttir segir að hún hafi verið á kafi í jólaföndri í júní. 3. desember 2019 14:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 4. desember sýnir hún hvernig á að gera flöskuskreytingu með textanum JÓL. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirKannist þið við að sjá eitthvað, og vita um leið að þið verðið að gera eins? Þá er ég ekki að tala um að falsa málverk, eða endurskrifa bók, ég er að tala um föndur. Þannig var það með þetta verkefni. Ég sá það og ég hreinlega varð að gera eins. Og ef ég á að vera hreinskilin þá er ég mjög fegin að ég gerði það vegna þess að þetta kom ótrúlega krúttlega út. Ég byrjaði á því að verða mér úti um þrjár svona safaflöskur. Þegar ég var búin að þrífa þær þá málaði ég þær hvítar. Ég notaði kalk málingu eða chalk paint, ég mæli ekki með þessari venjulegu akrýl málningu fyrir þetta, sú málning og glerið eiga ekki samleið. En ef þú átt ekki kalk málningu þá getur þú alltaf spreyjað flöskurnar hvítar eða í þeim lit sem þig langar í.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg átti þessa tré-stafi, en smá vandamál, ég átti ekki L. En neyðin kenndi nöktu konunni að spinna og hún bankaði á öxlina á stafafátæku konunni og hvíslaði ef þú tekur T. klippir það til og snýr því á holf þá ertu komin með L. Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞannig að eftir smá klipp þá var ég komin með JÓL, ég meira að segja gat notað smá af því sem ég klippti af T-inu fyrir kommuna ofan á O-ið. Stafirnir voru svo málaði rauðir.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo borða, tók fram límbyssuna mína, límdi borðann ofarlega á flöskurnar og stafina þar ofan á. Svo tók ég smá reipi og setti utan um stútinn, með smá hjálp frá límbyssunni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að kassanum utan um flöskurnar, vegna þess að allar flöskur þurfa að eignast kassa, ekki satt? Ég mældi og sagaði til viðarplötu og málningahrærispýtur, ég leitaði aðeins í kassann þar sem ég geymi tréhlutina mína, fann þessi prik sem ég klippti niður í fjóra hluta.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar allt var orðið hæfilega langt þá tók ég bor og sagaði aðeins í öll hornin á viðarplötunni, svo að prikin hefðu einhvern stað til að setjast. Ég málaði allt grátt, festi prikin ofan í holurnar með trélími, spýturnar á prikin og kassinn tilbúinn, sko þegar viðarlímið var orðið þurrt.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo er bara að finna eitthvað sætt og jólalegt til að skreyta flöskurnar með, ég notaði skraut sem ég fann í Rúmfatalagernum, og þú ert komin með jólaskraut sem kostaði ekki neitt. Ef þú átt ekki föndurlager eins og ég þá gæti þetta kostað þig eitthvað, en þú verður að viðurkenna það, þetta er krúttlegt.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 „Þetta er í genunum hjá mér“ Kristbjörg Ólafsdóttir segir að hún hafi verið á kafi í jólaföndri í júní. 3. desember 2019 14:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00
„Þetta er í genunum hjá mér“ Kristbjörg Ólafsdóttir segir að hún hafi verið á kafi í jólaföndri í júní. 3. desember 2019 14:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00