Neville segir að Solskjær verði að vera miskunnarlaus á markaðnum í janúar Anton Ingi Leifsson skrifar 26. nóvember 2019 10:00 Solskjær eða morðinginn með barnsandlitið eins og hann er kallaður víða. vísir/getty Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær þurfi að rífa upp veskið í janúar eigi ekki illa að fara á Old Trafford. Manchester United gerði 3-3 jafntefli við Sheffield United í leik sínum um helgina en Man. United var 2-0 undir á tímapunkti í leiknum. Þrír ungir leikmenn skoruðu fyrir Manchester United í leiknum; Marcus Rashford, Mason Greenwood og Brendon Williams en Neville segir að það vanti meiri reynslu í lið United. „Þeir eru ekki með eldri leikmenn sem segja þeim hvað er ætlast til af þeim í fótboltaliði. Þeir eru ekki með leiðtogana sem setja staðalinn. Þegar ég fyrst braust inn í aðalliðið þá var fólk þar sem sagði mér hvert ég ætti að fara,“ sagði Neville í gær. „Mata er á bekknum, Pogba er meiddur, Matic er að Reyna komast burt, Young er á bekknum. Það er öngþveiti í kringum eldri leikmenn liðsins. Sumir eiga ekki framtíð innan liðsins og aðrir eru meiddir. Í meginatriðum eru þeir ekki á vellinum.“How to open up Manchester United's defence with pass... Lys Mousset's strike for Sheffield United is this week's @GilletteUK#PrecisionPlayOfTheWeek! ⚔ pic.twitter.com/Oy8aozIvxh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 26, 2019 „Það er svo annar hluti að þeir vita ekki hvernig á að koma í útileik í ensku úrvalsdeildinni. Þeir skilja það ekki að það er öðruvísi að spila á Old Trafford og svo á útivelli. Þeir hafa ekki reynsluna. Ole Gunnar Solskjær þarf að fara og eyða peningum, fyrir sjálfan sig, í janúar og kaupa tvo eða þrjá reynslumikla menn.“ Neville segir að Norðmaðurinn verði að krefjast fjármagns af félaginu og segir að þrátt fyrir að hann njóti þess að horfa á ungu leikmennina þá þurfi eldri leikmenn við hlið þeirra. „Ole verður að vera eigingjarn. Hann verður að vera miskunnarlaus eins og Jose Mourinho og Antonio Conte voru. Hann verður að eyða fjármagni félagsins í janúar og kaupa tvo eða þrjá leikmenn í janúarglugganum. Ef hann kemur inn með reynslu þá verður þessi hópur vel á lífi,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær þurfi að rífa upp veskið í janúar eigi ekki illa að fara á Old Trafford. Manchester United gerði 3-3 jafntefli við Sheffield United í leik sínum um helgina en Man. United var 2-0 undir á tímapunkti í leiknum. Þrír ungir leikmenn skoruðu fyrir Manchester United í leiknum; Marcus Rashford, Mason Greenwood og Brendon Williams en Neville segir að það vanti meiri reynslu í lið United. „Þeir eru ekki með eldri leikmenn sem segja þeim hvað er ætlast til af þeim í fótboltaliði. Þeir eru ekki með leiðtogana sem setja staðalinn. Þegar ég fyrst braust inn í aðalliðið þá var fólk þar sem sagði mér hvert ég ætti að fara,“ sagði Neville í gær. „Mata er á bekknum, Pogba er meiddur, Matic er að Reyna komast burt, Young er á bekknum. Það er öngþveiti í kringum eldri leikmenn liðsins. Sumir eiga ekki framtíð innan liðsins og aðrir eru meiddir. Í meginatriðum eru þeir ekki á vellinum.“How to open up Manchester United's defence with pass... Lys Mousset's strike for Sheffield United is this week's @GilletteUK#PrecisionPlayOfTheWeek! ⚔ pic.twitter.com/Oy8aozIvxh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 26, 2019 „Það er svo annar hluti að þeir vita ekki hvernig á að koma í útileik í ensku úrvalsdeildinni. Þeir skilja það ekki að það er öðruvísi að spila á Old Trafford og svo á útivelli. Þeir hafa ekki reynsluna. Ole Gunnar Solskjær þarf að fara og eyða peningum, fyrir sjálfan sig, í janúar og kaupa tvo eða þrjá reynslumikla menn.“ Neville segir að Norðmaðurinn verði að krefjast fjármagns af félaginu og segir að þrátt fyrir að hann njóti þess að horfa á ungu leikmennina þá þurfi eldri leikmenn við hlið þeirra. „Ole verður að vera eigingjarn. Hann verður að vera miskunnarlaus eins og Jose Mourinho og Antonio Conte voru. Hann verður að eyða fjármagni félagsins í janúar og kaupa tvo eða þrjá leikmenn í janúarglugganum. Ef hann kemur inn með reynslu þá verður þessi hópur vel á lífi,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira